Matthías Imsland

Matthías og Sunneva á forsíðu Séð og Heyrt í ársbyrjun 2009.

Súperflugfreyjan Sunneva Torp (32) og Matthías Imsland (41):

Samband Sunnevu Torp, sem lengi hefur verið talin fegursta flugfreyja á Íslandi, og Matthíasar Imsland, fyrrum framkvæmdastjóra Iceland Express og yfirmanns flugrekstrarsviðs WOW, er komið á endastöð.

Samband Matthíasar og Sunnevu vakti landsathygli þegar þau fóru að draga sig saman, skömmu fyrir hrun, en Matthías var þá forstjóri Iceland Express og Sunneva andlit félagsins í auglýsingum sem flugfreyja. Þau geisluðu af hamingju, eignuðust son og lífið lék við fjölskylduna.

En nú er úti ævintýri, Matthías hættur í flugbransanum í bili og gegnir starfi aðstoðarmanns Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra en Sunneva heldur sínu striki í fremstu röð meðal flugfreyja WOW.

Séð og Heyrt – fréttablað fólksins!

Related Posts