Fréttamenn á einum stærsta fjölmiðli landsins fengu þau skilaboð frá yfirvaldinu að fréttir af hjónaskilnuðum yrðu ekki birtar frekar en af sjálfsvígum. Öllum þótti þetta sjálfsagt enda í takt við rétttrúnað sem endurspeglast hjá virkum í athugasemdakerfunum sem kommentera á skilnaðarfréttir með orðunum: „Er þetta frétt?“ eða: „Hvaða erindi á þetta við almenning?“

Nú er það svo að tímamót í lífi hvers manns er í sjálfu sér fréttaefni: fæðing, skírn, ferming, hjónaband og dauði. Allt hefur þetta áhrif á framvinduna og vert frá að greina.

Fátt hefur hins vegar meiri áhrif á eitt líf en skilnaður – ef frá er talinn dauðinn – og því er hann fréttnæmur. Hvað sem líður athugasemdum um annað.

Séð og Heyrt hefur legið undir ámæli vegna frétta af hjónaskilnuðum þótt ætíð hafi verið reynt að stíga þar varlega til jarðar, eins og í öllum viðkvæmum málum. En það breytir ekki fréttagildi atburðarins og nauðsyn þess að segja frá svo eftirleikurinn verði skiljanlegri öllum. Í því liggur eðli frétta.

Í fréttablöðum sem gefin voru út í Reykjavík, og reyndar víða um land, um þarsíðustu aldamót þótti sjálfsagt að segja frá sjálfsvígum sem þá voru kannski algengari en hjónaskilnaðir. En þegar reyna á að ritstýra fréttaflutningi af hjónaskilnuðum og eiríkur jónssonbanna jafnvel á 21. öld er fokið í flest skjól opinnar umræðu.

Hvað næst? Bannað að segja frá umferðarslysum?

Verum opinská, einlæg og ákveðin. Það gerir lífið skemmtilegra.

Eiríkur Jónsson.

Related Posts