Jógadagurinn, Séð og Heyrt, Valdís Helga. 23. tbl. 2015, SH1506108610

Valdís segir jóga vera aðferð til að kúpla sig út úr deginum og leggja daginn til hliðar.

Valdís Helga Þorgeirsdóttir (27) ætlar að fá alla til að stunda jóga:

Jógadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allan heim á sumarsólstöðum. Á þessum degi verður jóga kennt og kynnt fyrir áhugasömum af jógakennurum og samtökum þeirra.

Jóga fyrir alla „Það hefur alltaf verið mjög vinsælt að gera jógaæfingar á sólstöðum. Ástæðuna má rekja til þess að þarna eiga sér stað umskipti í náttúrunni og við fáum tækifæri til að skapa okkur nýjar venjur og losa okkur við það sem þjónar okkur ekki,“ segir Valdís Helga, jógakennari og meðlimur í skipulagsnefnd fyrir alþjóðlega jógadaginn sem verður haldinn hátíðlegur um allan heim.

Allt um alþjóðlega jógadaginn í nýjasta Séð og Heyrt

Related Posts