Margir landsmenn gera sér dagamun um páskanna og skella sér á skíði:

Skíðasvæði landsins stefna flest að því að vera með opið um páskanna til að svala skíðaþorsta landsmanna. Skíðaíþróttin nýtur mikilla vinsælda á Íslandi og fyllast skíðasvæðin á hátíðisdögum ef veður leyfir. Fátt er betra enn að renna sér glaður í brekkunum á páskum með kakó á brúsa og páskaegg í nesti.  Skipulögð dagskrá er á flestum skíðasvæðum yfir hátíðirnar og reynt er að höfða til allra aldusrhópa, jafnt byrjenda í íþróttinni sem og lengra komna. Þeir sem hafa áhuga á að reyna sig í brekkunum þurfa ekki að örvænta eigi þeir ekki skíðaútbúnað, hann er auðvelt að leigja.

Skellum okkur á skíði um páskahelgina.

 

skídi 3

FEGURÐIN HEILLAR: Þessi skíðamaður horfir yfir Bláfjöll skíðasvæði Reykvíkinga.

 

 

skídi 2

BRETTIN VINSÆL: Brettamenningin er vinsæl hér á landi sérstaklega hjá unga fólkinu.

Related Posts