Rithöfundurinn og sögumaðurinn Ármann Reynisson fagnaði útkomu 16. Vinjettubókar sinnar með stæl. Útgáfuteitið fór fram á hvalaskoðunarskipinu Eldingu og þar skemmtu vinir og vandamenn Ármanns sér stórkostlega.

Skemmtisigling „Þetta var svo skemmtilegt, það er bara einhver stemning að vera á báti og ég þakka guði fyrir að fá svona fallegt veður eftir allan þennan veðurofsa. Þetta var bara eins og í ævintýri að sigla út á Viðeyjarsund svona í tvo klukkutíma á fallegum októberdegi,“ segir Ármann.

Allt gekk upp

Ármann segir daginn hafa gengið fullkomlega upp og að gestirnir hafi skemmt sér konunglega.

„Fólkið naut ferðarinnar svo vel og var svo ánægt. Það var svo mikil stemning og lífsgleði, það voru allir svo frjálsir. Erlendur diplómat sagði mér til að mynda að hann hefði bara ekki komið í skemmtilegri selskap. Einnig fékk ég mjög fallegt og skemmtilegt þakkarbréf frá Bryndísi Schram. Þar segist hún enn vera í hálfgerðri vímu eftir veisluna og var svo ánægð með hvað þetta hafi verið ljúft, persónulegt og heimilislegt,“ segir Ármann sem hafði lagt mikla vinnu í undirbúning veislunnar.

„Þetta var alveg eins og best verður á kosið, það er líka svo ánægjulegt þegar maður undirbýr veislu svona vel að allt gangi upp. Geir Ólafsson tróð síðan upp og söng þrjú stórkostleg lög. Það var boðið upp á elegant rauðvín og kampavín ásamt nýbökuðu croissant frá Te og Kaffi og litlum möffins-kökum. Það er alltaf gaman að vera með huggulegar veitingar.“

Nóg að gera

Það er alltaf nóg að gera hjá Ármanni. Vinjettubækur hans þurfa að komast til áskrifenda og þá er næsta Vinjettubók aldrei langt undan.

„Við vorum að fagna því núna að 16. Vinjettubókin kom út hjá mér. Í þessari bók er ég með sögur sem tengjast Vestmannaeyjum, Hvalfirðinum og portrettsögur af áhugaverðu og gefandi samtímafólki sem ég hef kynnst í gegnum tíðina. Þarna má meðal annars finna sögur af Geir Ólafssyni og Bryndísi Schram,“ segir Ármann sem hefur nóg á sinni könnu.

„Þessa dagana er ég bara að koma bókunum mínum til áskrifenda minna þar sem mínar bækur eru ekki í bókaverslunum. Síðan er ég að leggja lokahönd á 17. Vinjettubókina sem kemur út næsta sumar. Það er svo stórtíðinda að vænta í Vinjettuútgáfunni snemma á næsta ári.“

Ármann Reynisson

FLOTT FEÐGIN: Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tróð upp fyrir gesti og dóttir hans, Anna Rós Geirsdóttir, mætti á svæðið og fylgdist dolfallin með.

Ármann Reynisson

„KING OF THE WORLD“: Ármann er sér á báti þegar kemur að því að skrifa skemmtilegar sögur og fáir sem halda skemmtilegri teiti en hann.

Ármann Reynisson

FLOTTUR HATTUR: Ármann Reynisson er hér með Rannveigu Grétarsdóttur, framkvæmdarstjóra Eldingar, en hattur Ármanns vakti mikla athygli. „Hötturinn er sérhannaður af Eggerti feldskera og er þrjátíu ára gamall. Þetta er eitthvert flottasta rússneska refaskinn sem hægt er að fá og hötturinn vekur alltaf skemmtilega athygli. Það kemur fyrir að ferðamenn hrópi upp og spyrji mig hvar ég hafi fengið svona frábæran hött,“ segir Ármann.

ÿØÿáº}Exif

ÞRUSU ÞRENNING: Vinirnir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum stjórnmálamaður, Ármann Reynisson og stjórnmálaskörungurinn frá Lettlandi, Ojars Eriks Kalnins, skemmtu sér vel saman.

Ármann Reynisson

GLÆSILEG SAMAN: Huinin Qi, forstöðustýra Konfúsíusarstofnunarinnar við HÍ, rithöfundurinn Bryndís Schram og Ármann mættu í sínu fínasta pússi. Veitingar Ármanns voru að sjálfsögðu í hæsta gæðaflokki og á myndinni má meðal annars sjá glæsilegt konfekt frá Hafliða Ragnarssyni konfektmeistara.

Ármann Reynisson

FLOTTUR HÓPUR: Svanhildur Sigurðardóttir, Ólöf Guðfinnsdóttir, Bryndís Schram og Hilmar Þór Björnsson arkitekt létu sig ekki vanta í veisluna.

Séð og Heyrt siglir.

 

Related Posts