James Corsen (38) er afmælisbarn:

VIÐ ELSKUM AÐ SYNGJA MEÐ JAMES OG GESTUM Á RÚNTINUM

Rúntað um Þáttastjórnandi Late Late Show er 38 ára í dag og á hann einn vinsælasta og skemmtilegasta dagskrárlið í sjónvarpi í dag „Carpool Karaoke“. Í þeim býður Corden frægum einstakling sem oftast er frægur söngvari með sér á rúntinn með þeim formerkjum að viðkomandi sé að aðstoða hann við að komast í vinnuna á réttum tíma. Síðan kveikir Corden á tónlistinni og syngur með gesti sínum á milli þess sem þeir ræða um daginn og veginn.

Corden er sjálfur liðtækur söngvari og virðist hann hafa gott lag á að fá gesti sína til að syngja og sprella, enda með eindæmum sjarmerandi gaur.

Hér má sjá nokkur myndbönd og næsti gestur hans þann 25. ágúst næstkomandi er Britney Spears.

Söngkonan Selena Gomez.

Forsetafrúin Michelle Obama.

Söngkonan Adele.

Leikararnir og söngvararnir Lin-Manuel Miranda, Audra McDonald, Jesse Tyler Ferguson og Jane Krakowski sem eru í verðlaunasöngleiknum Hamilton sem sýndur er á Broadway.

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez.

Söngkonan Mariah Carey.

Söngkonan Gwen Stefani og leikararnir George Clooney og Julia Roberts.

Séð og Heyrt á rúntinum alla daga.

 

 

Related Posts