eirÞegar Þórarinn Eldjárn, eitt mesta skáld sinnar kynslóðar, sest undir stýri á Toyota-jepplingnum sínum mætti ætla að hann væri að fara að sinna hversdaglegum erindum sem hann kannski gerir í og með. En Þórarinn kann vel við sig í bílnum, þar kemur andinn ekki síst yfir hann og ljóðlínurnar streyma fram á hringtorgum og malbikuðum strætum.

Þórarinn Eldjárn gerir umferðina skemmtilegri.

Ljósmyndarinn Spessi er óvænt orðinn andlit allra mótorhjóla BMW í heiminum og í fyrsta sinn öfugu megin við linsuna með þessum líka árangri.

Spessi gerir BMW skemmtilegri.

Fjölmiðla- og stjórnmálamaðurinn Stefán Jón Hafstein hefur fundið nýja hillu í lífinu þegar hann myndar og segir frá lífinu í Afríku í bók sem hann hefur hlotið einróma lof fyrir og rokselur.

Stefán Jón gerir Afríku skemmtilegri.

Meindýraeyðirinn Guðmundur Óli Scheving berst við rottur og önnur kvikindi daglega frá níu til fimm og lætur svo allt í einu drauminn rætast og gefur út hljómplötu.

Guðmundur Óli gerir meindýravarnir skemmtilegri.

Kvikmyndaleikstjórinn Olaf de Fleur gerir framhald á Borgríkismynd sinni og toppar eiginlega sjálfan sig á hvíta tjaldinu og þakkar móður sinni stuðninginn.

Olaf de Fleur gerir íslenskar kvikmyndir skemmtilegri.

Og Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, opnar æskualbúm sín fyrir lesendum og þar sjáum við lítinn, saklausan dreng sem síðar átti eftir að verða umdeildur í meira lagi þótt ágætur sé.

Ólafur F. gerir lífið skemmtilegra.

Eins og Séð og Heyrt í hverri viku.

Eiríkur Jónsson

Related Posts