Roald Viðar Eyvindsson (39) ræðir um málefni samkynhneigðra:

 

Á undanförnum árum hafa réttindi samkynhneigðra á Íslandi verið mikið í brennideplinum. Ýmiss konar samtök standa fyrir alskonar umræðum og viðburðum til að auka ásýnd og umfjöllun um baráttumál samkynhneigðra. Fyrir stuttu tóku bandaríska sendiráðið á Íslandi og GayIceland höndum saman og sýndu heimildarmyndina Matt Shepard Is a Friend of Mine sem fjallar um ungan mann að nafni Matt Shepard sem var myrtur út af kynhneigð sinni. Fyrir tilviljun var sýningardagur myndarinnar aðeins tveimur dögum eftir skotárás á klúbb samkynhneigra í Bandaríkjunum og má segja að sá atburður undirstriki þörfina á myndum eins og um Matt Shepard.

 

Matt Shepard

HARÐGIFTIR: Roald Viðar og eiginmaður hans, Sigurþór Gunnlaugsson, gera sitt í baráttu samkynhneigðra.

 

Ömurlegt ástand Skotárásin í Orlondo hefur djúpstæð áhrif á hinsegin fólk, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim,“ segir Roald Viðar Eyvindsson, ritstjóri GayIceland, um hin hræðalega atburð sem gerðist á skemmtistað fyrir samkynhneigða í Bandaríkjunum þar sem yfir 50 manns létu lífið. Þetta er skelfilegur voðaverknaður sem minnir okkur því miður enn og aftur á að þótt margt hafi áunnist í réttindabaráttu hinsegin fólks víða um heim þá er enn ótrúlega langt í land með að þeim sé að fullu náð. Þessi árás er í raun bara ýkt birtingarmynd þeirra fordóma og glæpa og þess haturs og ofbeldis sem hinsegin fólk hefur því miður lengi mátt þola og þarf enn að þola, eins hræðilegt og það er.“

Matt Shepard

FLOTTIR: Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson létu sig auðvitað ekki vanta.

 

Endurskoða reglur um blóðgjöf

Til dæmis þarf klárlega að bæta lagalega stöðu trans- og intersex-fólks, vinna í ættleiðingarmálum og endurskoða reglur um blóðgjöf,“ segir Roald um baráttumál og stöðu samkynhneigðra á Íslandi. „Svo er bara stórskrítið að lesbískar mæður þurfi að skila inn vottorði til Þjóðskrár þess efnis að móðirin, sem ekki gekk með, hafi verið fylgjandi tæknifrjóvgun. Svona í ljósi þess að enginn fylgist með því hvort gagnkynja pör, sem nýta gjafasæði, skili inn vottorði, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta eru nokkur mál sem þarf að vinna í ef við ætlum ekki að dragast enn frekar aftur í réttindmálum hinsegin fólks en orðið er.“

 

Matt Shepard

SAMVINNA: Robert Barber, sendiherra Bandaríkjanna, mætti til að styðja málstaðinn ásamt Roald og Sigurþóri.

 

ÿØÿá³´Exif

SPENNTIR FYRIR MYNDINNI: Gestir áttu erfitt með að hemja spennu sína.

 

Matt Shepard

STANDA SAMAN: Matt Shepard er innblástur margra í heimi samkynhneigðra.

 

Related Posts