Fjallmyndarlegt skeggið á Friedrich Engels verður fyrirmyndin að nýjum rúmlega fimm metra háum klifurvegg sem listmenn ætla að byggja á lóð Salford´s háskólans í Manchester. Engels var einn af þekktari hugsuðum heimsins á sinni tíð en hann skrifaði m.a. Kommúnistaávarpið ásamt Karli Marx. Veggurinn á að standa sem tákn um visku og menntun.

Það eru listamenn á vegum fyrirtækisins Engine sem standa að baki byggingu klifurveggjarins en hugmyndin byggir á áformum sem voru uppi um að flytja styttu af Engels til Manchester frá Austur-Evrópu á níunda áratug síðustu aldar. Engels bjó í Manchesterborg á miðri 19.öld.

Áformað er að klifurveggurinn verði tilbúinn árið 2016. Að baki honum verður stigi og á toppnum verður útsýnispallur með útsýni yfir háskólalóðina.

Related Posts