Kanye West er stórmerkilegur furðufugl, og gríðarlega sannfærður um eigið mikilvægi.

Þessi tónlistarmaður er alls ekki þekktur fyrir það að liggja á umdeildu skoðunum sínum. Kíkjum á nokkra gullmola sem Kanye hefur reitt af sér:

 

,,Mesti sársauki minn er vitandi það að ég mun aldrei geta séð sjálfan mig á sviði.“

 

,,Stundum skrifar fólk skáldsögur og verður svo upptekið af sér sér sjálfu. Ég er ekki bókaunnandi. Ég myndi aldrei vilja áritun eftir bókahöfund. Ég les engar bækur, og er stoltur af því.“

 

,,Það er ekkert sem mig hefur langað til að gera í lífinu sem ég hef ekki staðið mig frábærlega í. Það er minn hæfileiki, getan til þess að læra. Það er það sem ég geri. Til þess er ég hér.“

 

,,Ég hlusta ekki einu sinni á rapp. Íbúðin mín er of hugguleg til að spila rapp í.“

 

,,Ég þoli ekki að vera staddur í flugi, sofna og vakna svo með vatnsflösku við hliðina á mér. Þá hugsa ég alltaf, ‘frábært, nú ber ég ábyrgð á þessari vatnsflösku!'“

 

,,Ég er svo áhrifaríkur og merkilegur að mér er ætlað til þess að breyta heiminum.“

 

,,Ég er of upptekinn við það að skrifa í mannkynssöguna og tilheyra henni frekar en að kynna mér allt ruglið sem hefur þegar gerst“.

 

,,Ég er hönnuður, tónlistarmaður, umboðsmaður. Fjölmiðlar elska að gera grín að öllu fólki sem trúir á sjálft sig.“

 

,,Mér finnst sérlega erfitt og óþægilegt að sofa á loðnum koddum.“

 

 

Related Posts