Árni Harðarson (49) og Anna Margrét Jónsdóttir (50) eru flott par.

Hann er óumdeildur skattkóngur Íslands, lögmaðurinn Árni Harðarson. Alls þarf hann að greiða 265.319.825 krónur í skatt, Árni starfar sem aðstoðarforstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen og er jafnframt stjórnarmaður þar.

Árni er kvæntur Önnu Margréti Jónsdóttur sem er var kjörin fegurðardrottning Íslands 1987. Anna Margrét hafði áður verið valin Stjarna Hollywood og Fulltrúi ungu kynslóðarinnar.

anna

KÓNGUR OG DROTTNING: Anna Margrét er fegurðardrottning og Árni er skattakóngur Íslands.

Hjónin búa mjög vel en þau fluttu á Túngötu 34  síðasta sumar en það er rúmlega 300 fermetrar að stærð. Húsið sem var byggt 1926, er  sérstaklega glæsilegt  en það er teiknað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara.  Fasteignamat húsins er 131.250.000 samkvæmt fasteignamati ríkisins.

 

tungata34

ÞAU BÚA Í HÖLL: Árni og Anna Margrét búa í þessu glæsilega húsi að Túngötu í Reykjavík.

 

Related Posts