SKAPANDI Í SKAFTAHLÍÐ

Kjartan Valgarðsson (57) er hoppandi kátur Hlíðabúi:

LÍFRÆNT TE: Guðrún bauð upp á lífrænt te sem hún ræktar á svölunum heima hjá sér.

Hluti íbúanna í Hlíðahverfi lokaði Skaftahlíðinni frá Lönguhlíð að Stakkahlíð og hélt þar sína eigin Menningarnótt því sú opinbera takmarkast við Snorrabraut og fer ekkert lengra í austur.

 

Hlíðahopp „Hér eru engir bílar heldur bara íbúarnir með sitt og sjálfur kem ég út með píanóið ef vel viðrar,“ sagði Kjartan Valgarðsson, íbúi við Lönguhlíð, rétt áður en hátíðin hófst.

Íbúarnir létu ekki á sér standa heldur flykktust út á götuna með söluborð og veitingar af ýmsu tagi.

„Á næsta ári stefnum við að því að vera með kynnisferð um hverfið með leiðsögumanni sem sýnir gestum hvar fræga fólkið hefur búið hér því það er margt. Sjálfur bý ég í íbúðinni sem Jón Óttar, fyrrum sjónvarpsstjóri á Stöð 2, bjó með þremur konum,“ sagði Kjartan Valgarðsson sem strax er farinn að undirbúa næstu hverfishátíð í Skaftahlíð.

 

TEXTI: RITSTJÓRN

MYNDIR: BJÖRN BLÖNDAL

Related Posts