Sigrún Lilja Guðjónsdóttir (35) með námskeið fyrir konur:

Sigrún Lilja, sem oft er nefnd Gyðjan, býður í haust upp á glænýtt og spennandi námskeið fyrir konur. Námskeiðið fram fer í Karabíska hafinu um borð í einu glæsilegasta skemmtiferðaskipi í heimi. „Eftir að hafa útskrifað á annað hundrað konur af námskeiðinu mínu hér heima, Konur til athafna, og haldið þó nokkur „retreat“ fyrir konur á Balí hef ég fengið ómetanlega reynslu í að vinna með konum í að fylgja eftir sínum draumum og þrám,“ segir Sigrún brosandi.

Ársfrí í sjálfsleit

Sigrún Lilja er nýlega komin úr ársfríi þar sem að hún vann í sjálfri sér og sínum málum, sem hún talaði um í persónulegu forsíðuviðtali Séð og Heyrt í lok árs 2016. „Eftir að hafa tekið mér árshlé til að vinna í sjálfri mér og mínu, til að geta boðið upp á enn betri námskeið, hef ég nú þróað nýtt og spennandi „retreat“ fyrir konur sem byggir á fyrri reynslu, en stefnan er að sjálfsögðu alltaf að nýta reynsluna til að bæta sig fyrir komandi verkefni,“ segir Sigrún.

Sjá viðtalið í heild hér.

201555

Related Posts