Heiða Lára Aðalsteinsdóttir (45) rekur Boutique Bellu ásamt systur sinni og er alsæl á Skólavörðustígnum:

Boutique Bella stóð fyrir árlegum haustfagnaði á dögunum og var stemning lífleg og góð. Bella var stofnuð fyrir 12 árum og hefur alltaf verið til húsa á Skólavörðustíg. Eigendur verslunarinnar eru Steinunn Margrét og dætur hennar, Heiða Lára og Hildur Sesselja Aðalsteinsdætur.

Í hjarta bæjarins ,,Verslunin hefur alltaf verið staðsett í miðbænum og hefur því tekið þátt í þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Verslunin selur vandaðan kvenfatnað og má þar til dæmis nefna úlpurnar frá Parajumpers og fatnað frá Marccain og Cambio. Nýlega bættist Tommy Hilfiger í hópinn og hefur línan frá þeim slegið í gegn hjá viðskiptavinum okkar enda flottur fatnaður á góðu verði,“ segir Heiða Lára og bætir við að viðskiptavinir Bellu séu á öllum aldri og hópurinn hafi farið stækkandi síðustu ár með nýjum vörumerkjum. ,,Mikil fjölgun hefur verið af ferðamönnum síðustu misseri og er það af hinu góðu. Góð stemning ríkir í bænum og við viljum hvergi annars staðar vera,“ segir Heiða Lára með bros á vör og heldur á áfram að dekra við viðskiptavinina. En þær mæðgur standa árlega fyrir haust- og jólafögnuðum í Boutique Bellu sem iðulega eru vel sóttir og stemningin hin skemmtilegasta.

Haustfagnaður Boutique Bellu

SKVÍSUR: Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, ein af eigendum verslunarinnar, Ragnheiður Melsteð athafnakona, Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar, Sigga Heimis hönnuður og Helga Sverrisdóttir athafnakona voru kampakátar og fögnuðu nýjum tískulínum.

ÿØÿáÂDExif

GLAÐAR: Systurnar Hildur Sesselja og Heiða Lára Aðalsteinsdætur með ánægða viðskiptavini á milli sín þar sem tískuvörurnar eru skoðaðar.

Haustfagnaður Boutique Bellu

FLOTTAR SAMAN: Vinkonurnar kíktu saman á haustfagnaðinn og nutu góðra veiga.

Haustfagnaður Boutique Bellu

KOMUM FAGNANDI: Viðskiptavinir komu fagnandi og voru ánægðir með móttökurnar.

Séð og Heyrt elskar flottar búðir.

Related Posts