Stundin okkar (50) er síung:

Hvert mannsbarn á Íslandi þekkir Stundina okkar og á sinn uppáhaldsumsjónarmann, hvort sem að það voru Gunni og Felix eða Rannveig og Krummi – allir eiga sinn.  Sjónvarpið fagnar fimmtíu ára afmæli í ár og hefur gert margvíslegt til að minnast þess. Fjölmargir þeirra sem hafa séð um Stundina okkar komu saman í tilefni af beinni útsendingu þar sem farið var yfir sögu barnamenningar í íslensku sjónvarpi.

Minningar  Það var glatt á hjalla í Efstaleitinu þegar að fyrrum starfsmenn RÚV og núverandi hittust í tilefni af beinni útsendingu. Það var heilmikið skrafað, hlegið og góðar minningar rifjaðar upp. Fjörið fylgdi hópnum inn í myndver og skilaði gleðin sér á skjá landsmanna. Fyrrum umsjónarmenn Stundarinnar okkar skemmtu sér vel og  sýndu landsmönnum að þeir hafa engu gleymt í því hvernig á gleðja og skemmta á börnum á öllum aldri.

stundin okkar

FENGU LÍKA AÐ VERA MEÐ: Strákarnir í Stundinni okkar skelltu sér fyrir framan vélina – allir með.

ÿØÿẠExif

BÁÐAR BLÖNDAL: Sigríður Ragna Sigurðardóttir er af Blöndal-ættinni þó að hún sé ekki nefnd sem slík í daglegu tali, með henni er nýjasti umsjónarmaður Stundarinnar okkar, Sigyn Blöndal.

stundin okkar

ALLT AÐ GERAST: Það er eins gott að hár og förðun sé í lagi fyrir beina útsendingu, Ragna Fossberg og hennar gengi sá til þess að allir færu sætir í settið.

stundin okkar

RÖDD KRUMMA: Sigríður Hannesdóttir sá til þess að hinn landsfrægi Krummi fengi mál. Hún og Rannveig voru fyrstu reglulegu gestir Stundarinnar okkar og eru ávallt nefndar í sömu andrá.

stundin okkar

ENGU GLEYMT: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, alltaf kölluð Sirrý, var á skjánum með hinum bráðsnjalla Páli Vilhjálmssyni. Hann var fjarri góðu gamni en í hans stað kom Agnes Johansen sem var umsjónarmaður með Stundinni okkar og síðar með barnaefni á Stöð 2.

ÿØÿá¸òExif

ÞESSIR TVEIR – ALLTAF Í STUÐI: Það er ekki oft sem það næst stillimynd af þeim Björgvini Frans Gíslasyni og Gunnari Helgasyni en þessir kappar eru þekktir fyrir að láta hlutina gerast og eru sjaldan með kyrrstöðu sem meginvanda.

stundin okkar

.STUNDIN OKKAR: Þær heilluðu þjóðina með brosi sínu og gleði, Rannveig sem átti Krumma, Sirrý besta vinkona Palla, Agnes Johansen, Helga Steffensen mamma hans Lilla, Kristín sem elti Fúsa flakkara, Sigga Ragna, Sigyn sem er nýjasti umsjónarmaðurinn og Ásta kennd við Kela.

Séð og Heyrt horfir á Stundina okkar.

Related Posts