Hver mynd verður sjálfstætt verk:

NBC sjónvarpsstöðin hefur gert samning við kántrýstjörnuna Dolly Parton um röð sjónvarpsmynda sem byggja á lífi hennar, sögum og tónlistarferli. Þótt tónlist Parton muni spila stórt hlutverk í þessum myndum verða þær þó ekki í formi söngleikja.

Í frétt um málið á vefsíðu Hollywood Deadline segir að Dolly hafi fengið til liðs við sig Sam Haskell frá Magnolia Film Entertainment og  fyrirtækið Warner Bros. Television til þess að vinna að og framleiða þessar sjónvarpsmyndir. Hugmyndin er að hver mynd verði sjálfstætt verk.

Robert Greenblatt stjórnarformaður NBC Entertainment segir að hann þekki engan sem ekki elskar Dolly Parton. Það verði spennandi að vinna að þessu verkefni með stjörnunni, að sögn Greenblatt en hann vann nýlega með Dolly að uppsetningu á leikgerð myndarinnar 9 To 5 á Broadway.

Related Posts