Ilmur Kristjánsdóttir (37) og Nína Dögg Filippusdóttir (41) brugðu á leik:

Sniðugar Leikkonurnar Ilmur Kirstjánsdóttir og Nína Dögg leika stór hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð sem  var forsýnd í Bíó Paradís. Þær brugðu á leik á forsýningunni og fóru í sleik  og uppskáru mikinn hlátur viðstaddra. Þáttanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta er ein umfangsmesta þáttagerð sem ráðist hefur verið í fyrir íslenskt sjónvarp.

Ófærð er glæpaþáttasería úr smiðju Baltasars Kormáks sem frumsýnd verður á RÚV. Fyrsti þáttur er á dagskrá þann 27. desember kl. 21.

 

IMG_3091

SNIÐUGAR: Leikkonurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir leika allar stórt hlutverk í Ófærð.

 

IMG_3150

FLOTTUR HÓPUR: Aðstandendur og leikarar voru spennt fyrir forsýningunni.

 

bio1

Í JÓLASKAPI: Nína Dögg og Þorsteinn Bachman voru komin í jólaskap þegar þau mættu á forsýninguna.

Related Posts