Unnsteinn Manuel (24) og Ágústa Sveinsdóttir (26):

 

Toppfólk   Stórstjarnan Unnsteinn Manuel úr hljómsveitinni Retro Stefsson hefur verið einn vinsælasti piparsveinn landsins síðustu misseri. Nú hefur hins vegar sést til hans með fyrirsætunni Ágústu Sveinsdóttur.

Ágústa er stórglæsileg stelpa sem hefur gert það gott í fyrirsætuheiminum og hefur meðal annars setið fyrir hjá Andreu tískuhúsi. Ágústa er útskrifuð frá Listaháskóla Íslands sem vöruhönnuður og hannar nú skartgripi undir nafninu Dust.

Related Posts