BRUNALIÐIÐ

JÓN OG PÁLMABÖRN: Jón Ólafsson með börnum Pálma Gunnarssonar sem var fremstur í flokki í Brunaliðinu; Ragnheiði, Ninnu Rún og Sigurði Helga.

Athafnamaðurinn Jón Ólafsson (60) og Brunaliðið (37):

Jón Ólafsson var mættur á tónleika Brunaliðsins í Hörpunni og átti vel við þar sem hljómsveitin er skilgetið afkvæmi hans.

Brunaliðið var stofnað í janúar 1978 á skrifstofu Jóns Ólafssonar á Laugavegi 33 sem þá voru höfuðstöðvar Skífunnar og þar ríkti Jón einn.

„Þarna var ég 23 ára gamall og hringdi í þá átta tónlistarmenn sem mér fannst þá skara fram úr og vera ferskastir. Ég bað hvern og einn að koma og hitta mig á skrifstofunni klukkan fimm á föstudegi og enginn vissi af hinum. Svo mættu allir og við stofnuðum Brunaliðið sem gaf svo út plötu í maí sama ár og varð mest selda plata þess tíma,“ segir Jón Ólafsson sem skemmti sér hið besta á tónleikunum.

 

 

 

SH-img_2812

STTÓRSTJARNA: Leikkonan Aníta Briem geislaði af fegurð og þokka í Hörpunni.

BRUNALIÐIÐ

GÓÐIR SAMAN: Trommuleikarinn Sigurður Karlsson og bassaleikarinn Pálmi Gunnarsson.

BRUNALIÐIÐ

GAMAN SAMAN: Nanna og Sigríður skemmtu sér vel.

BRUNALIÐIÐ

GUFFI Á GAUKNUM? Nei, aldeilis ekki. Þessir heitir Guðjón Smári og er alveg eins.

BRUNALIÐIÐ

TILHLÖKKUN Í LOFTI: Bjarney, Sólveig, Svandís og Þóra tóku kvöldið með trompi.

BRUNALIÐIÐ

GAMALL DRAUMUR: Brunaliðið; 37 ára gömul hugmynd Jóns Ólafssonar.

MYNDIR: BJÖRN BLÖNDAL

Related Posts