Rappdúóið Rae Sremmund eru á leið til landsins og munu halda tónleika í Laugardalshöll 27. ágúst.

Félagarnir eru þekktir fyrir mikið fjör á tónleikum sínum og skemmtilegt er að rýna í það sem strákarnir vilja fá frá tónleikahöldurum sínum en þar er margt skemmtilegt á lista.

Baksviðs verða að vera:

– 24 kjúklingavængir

– 2 Spicy Crunch Doritos Tacos frá Taco Bell

– 2 flöskur af Ace of Spades kampavíni

– 2 flöskur af Moet Chandon kampavíni

– 1 flaska af Hennessy

Til að skemmta sér vilja strákarnir fá:

– Tvær litlar vatnsbyssur

– Strandbolta

– 300$ í eins dollara seðlum

Ástæðan fyrir dollurunum er sú að þegar strákarnir keyra upp að tónleikastaðnum vilja þeir vera í 15 manna sérútbúnum sendiferðabíl sem VERÐUR að innihalda strippsúlu.

Það er greinilegt að rappararnir kunna að skemmta sér og forvitnilegt verður að sjá hvort íslensku tónleikahaldararnir geti fundið þetta allt til.

 

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

 

 

Related Posts