Undirfatarisinn Victoria’s Secret hefur nú bætt við 10 nýjum englum sem munu taka þátt í einni vinsælustu tískusýningu veraldar.

01-jac-jagaciak

Jac Jagaciak er pólsk og hefur labbað pallanna fyrir tískurisa eins og Ralph Lauren og Michael Kors. Hún kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu og byrjaði sjálf að hlaupa þegar hún fjögurra ára.

02-elsa-hosk

Elsa Hosk er sænsk fegurðardís. Áður en hún gerðist fyrirsæta var hún atvinnumaður í körfubolta í Svíþjóð.

03-jasmine-tookes

Jasmine Tookes kemur frá Bandaríkjunum. Hún hefur setið fyrir hjá Abercrombie & Fitch og labbað pallanna fyrir merki eins og Tom Ford og Marc Jacobs.

04-kate-grigoreva

Hin rússneska Kate Grigorieva hefur unnið til margra verðlauna í samkvæmisdansi og er með Bachelor gráðu í markaðssetningu.

05-lais-ribeiro

Lais Ribeiro kemur frá Brasilíu. Áður en hún gerðist fyrirsæta var hún að læra hjúkrunarfræði.

06-martha-hunt

Martha Hunt er frá Bandaríkjunum og hefur sýnt fyrir Chanel, Dolce & Gabbana og Prada

10-taylor-hill

Hin bandaríska Taylor Hill kemur frá Colorado og elska snjóbretti. Taylor var uppgötvuð í hlöðu – ótrúlegt en satt.

09-stella-maxwell

Stella Maxwell kemur frá Bretlandi og hefur gengið fyrir tískurisa eins og Marc Jacobs. Hún fæddist í Belgíu en ólst upp á Nýja Sjálandi þar sem hún var uppgötvuð.

08-sara-sampaio

Hin portúgalska Sara Sampaio er með brúna beltið í karate og spilar á fiðlu.

07-romee-strijd

Romee Strijd kemur frá Hollandi. Hún er dugleg að hreyfa sig og vill hafa fjölbreytni í æfingunum sínum þannig að hún blandar saman Ballet, Pilates og boxi.

Related Posts