Karlakórinn Fóstbræður fagnaði 100 ára afmæli sínu með pompi og prakt líkt og ber að gera þegar aldarafmæli er fagnað. Kórinn hélt glæsilega tónleika í Hörpu af þessu tilefni og hélt svo galaveislu þar sem öllu var til tjaldað. Karlakórinn er sá karlakór á Íslandi sem hefur lengstan starfsaldur en hann var stofnaður 19. nóvember 1916.

fóstbræður

REFFILEGIR: Forsætisráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson, mætti að sjálfsögðu á svæðið og fagnaði með Fóstbræðrum. Fóstbróðirinn Eyþór Eðvarðsson tók á móti ráðherranum en Eyþór er fyrrum formaður kórsins og er núna forseti Norræna söngsambandsins og hefur verið í meira en áratug.

fóstbræður

GOÐSAGNIR: Þessir kappar voru hluti af Fjórtán Fóstbræðrum, sönghóp sem sló rækilega í gegn á Íslandi á sínum tíma.

fóstbræður

MEÐ TÓNANA Á TÆRU: Píanóleikarinn Jónas Ingimundarson og tónsmiðurinn Jón Ásgeirsson eru báðir vildarvinir Fóstbræðra.

ÿØÿáxExif

SÖNGSTJÓRINN OG FRÚIN: Árni Harðarson er maðurinn á bak við kórinn. Hann hefur verið söngstjóri kórsins í um tvo áratugi. Hann og eiginkona hans, Karitas Ívarsdóttir, voru í hátíðarskapi.

KARLAKÓR

ÞRUSU ÞRENNA: Jón Þorsteinn Gunnarsson og Eyþór Eðvarðsson, fyrrverandi formenn Fóstbræðra, standa hér með Arinbjörn Vilhjálmsson, núverandi formann, á milli sín.

KARLAKÓR

FLOTTIR FÓSTBRÆÐUR: Fyrrverandi formenn kórsins mættu til að fagna aldarafmæli kórsins, Skúli Möller, Gunnlaugur V. Snævarr, Ragnar Árni Sigurðarson, Viðar Þorsteinsson, Smári S. Sigurðsson, Stefán Már Halldórsson, hirðskáld kórsins, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Einar Geir Þorsteinsson, Eyþór Eðvarðsson og Arinbjörn Vilhjálmsson, núverandi formaður.

KARLAKÓR

ALLTAF HRESS: Glaðbeittur borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, ásamt Þorgeiri H. Níelssyni, hirðljósmyndara Fóstbræðra, og konu hans, Sigrúnu Þórðardóttur.

ÿØÿáYàExif

FJÓRIR FRÆKNIR: Andri Egilsson, en hann er tvíburabróðir Högna Egilssonar í Hjaltalín, Andrés Fjeldsted, Ragnar Már Magnússon og Þorleifur Magnús Magnússon.

KARLAKÓR

Í HÁTÍÐARSKAPI: Björn Jónsson ásamt Guðrúnu Valgeirsdóttur, eiginkonu sinni, Sverrir Jónsson og Birgir Borgþórsson sem keppti f.h. Íslands á sínum tíma í kraftlyftingum á Ólympíuleikum.

Séð og Heyrt syngur í kór.

Related Posts