Menningarfélag Akureyrar ætlar að gera sér glaðan dag um helgina til að fagna þeim ótrúlega árangri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands-SinfoniaNord- að fylla Hof og Hörpu í annað sinn á rúmu hálfu ári.

Mikill uppgangur hefur verið á starfi hljómsveitarinnar m.a. varðandi upptökur á kvikmyndatónlist í Hofi. Þess má geta að fyrsta Hollywoodmyndin sem SinfoNord þá undir nafninu „Arctic Cinematic Orchestra“ spilaði inn á var frumsýnd í Bandaríkjunum 2. september og er myndin nú þegar í toppslagnum varðandi miðasölutekjur vestanhafs. Myndir heitir The Perfect Guy og er spennumynd á heimsmælikvarða.

perfect guyLykillinn að velgengni sinfóníunnar í þessum nýju menningarhúsum Íslendinga felst í spennandi samstarfi við innlenda sem erlenda listamenn eins og t.d þungarokkssveitina Dimmu og Genesis-gítarleikarann Steve Hackett og geta aðdáendur sinfónískrar tónlistar vænst fleiri spennandi gestum með SinfoniaNord á næstu misserum hvort sem er norðan heiða eða sunnan.

Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á netinu!

Related Posts