Mikil stemning var á úrslitakeppni Söngvakeppninnar 2015 síðastliðið laugadagskvöld í smekkfullum hátíðarsal Háskólabíós. Áhugi almennings var meiri en nokkru sinni fyrr og metþáttaka var í símakosningu á úrslitakvöldinu. Alls voru greidd 168.746 atkvæði.

Lagið Unbroken eftir höfundateymið StopWaitGo, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, í flutningi Maríu Ólafsdóttur, var afgerandi sigurvegari í lokaeinvíginu. Lagið fékk alls 70.774 atkvæði en Once Again, einnig eftir Stop Wait Go, flutt af Friðriki Dór Jónssyni fékk 55.850 atkvæði.

Samtals voru greidd 28.566 atkvæði í fyrri undakeppninni laugardaginn 31. janúar, en á síðari forkeppninni 7. febrúar voru greidd 22.006 atkvæði.

Lagið Í síðasta skipti (Once Again) var í efsta sæti eftir símakosningu fyrra kvöldið og lagið Lítil skref (Unbroken) var í efsta sæti seinna kvöldið. Þetta eru sömu tvö lög og voru í tveimur efstu sætunum eftir að atkvæði dómnefndar og niðurstaða símakosningar höfðu verið talin saman á úrslitakvöldinu.

Eftir seinni símakosninguna, þar sem kosið var milli laganna tveggja, hlaut Unbroken afgerandi stuðning kjósenda og stóð uppi sem sigurvegari
kvöldsins. Lagið verður því fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Vín í Austurríki dagana 19.-23. maí. Framlag Íslands keppir í seinni undanriðli 21. maí.

Samantekt á niðurstöðum dómnefndar sýnir atkvæðafjölda allra laganna í undankeppnum og samanlagða niðurstöðu dómnefndar og símakosningar á úrslitakvöldinu sem réð því hvaða tvö lög fóru í einvigið í úrslitum Söngvakeppninnar.

 

2

SIGURVEGARI: Friðrik sigraði í fyrri símakosningu.

v

ÁHUGAVERT: Niðurstaða dómnefndar.

3

TRYLLTAR TÖLUR: Samanlögð niðurstaða dómnefndar og símakosningar.

5

ÚRSLITIN: Tölurnar töluðu sínu máli


Related Posts