Söngvarinn Friðrik Dór (26) og Þorkell Máni útvarpsmaður (38):

Samstarfsfélagarnir, FH-ingurinn Friðrik Dór, og raddþýði umboðsmaðurinn hans, Stjörnumaðurinn Þorkell Máni, eru báðir gallharðir stuðningsmenn uppeldisliða sinna í fótbolta. Það var því viðkvæmt ástand á milli þeirra eftir úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu, en þar var bara einn sigurvegari.

Tapsárir ,,Við töluðum ekki saman einhverja mánuði eftir leikinn fræga. Það var samkomulag um það og við ræðum þetta ekkert, vissum allan tímann að sá sem myndi sitja uppi með tap myndi taka það nærri sér. Þess vegna var ákveðið að sá ætti undir öllum kringumstæðum fyrsta símtalið. Segir Máni nokkuð brattur, enda Stjörnumegin í lífinu.

Það ríkir aldrei nein spenna á milli Mána og Frikka og aldrei í kringum Stjörnu- og FH-leiki.

,,Ekkert nema létt grín. Var samt kannski erfitt að vera gera grín síðast, var svo mikið undir. 

Máni hefur hins vegar einu sinni misst sig sem þjálfari Hauka og síðan við Jón bróður eftir leik Keflavíkur og FH í fyrra. En aldrei sem Stjörnumaður.“

Samstarf þeirra hefur verið árangursríkt og gengið vel, en Friðrik Dór varð í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, fékk silfrið aftur.

,,Við erum búnir að vinna saman síðan 2010. Hefur gengið vel þrátt fyrir ólík sjónarmið í pólitík og fótbolta. Friðrik Dór sér áfram um sönginn ég held að það sé engum greiði gerður að ég fari að syngja. Það hefur einu sinni verið gert með Jóni Jóns eftir að hann tapaði veðmáli. Það var engum skemmt við þann söng.,“

Related Posts