Ráðning Sigurjóns M. Egilssonar sem yfirritstjóra Hringbrautar hefur vakið athygli og mælst vel fyrir enda Sigurjón þjálfaður fjölmiðlamaður sem á eftir að nýtast stöðinni vel í komandi kosningslag bæði til forseta og Alþingis.

Fyrir í plássi Sigurjóns var annar fjölreyndur fjölmiðlamaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem nú er orðinn undirmaður Sigurjóns og samkvæmt áreiðanlegum heimildum er hann ekki ánægður með það.

Sigmundur Ernir var þó fjarri þegar þessi umskipti á vinnustað hans urðu því hann dvelur nú í Dubai þar sem hann fór á fund við flugvélasalann og milljarðamæringinn Birki Baldursson sem þar býr. Sigmundur er að skrifa ævisögu hans og mun dvelja um hríð í Dubai áður en hann snýr aftur heim til starfa á Hringbraut – undir stjórn Sigurjóns M. Egilssonar.

Related Posts