Margrét Edda Gnarr (26) sló í gegn í spilaborginni:

Fitnessdrottningin Margrét Edda Gnarr tók þátt á Legends Classic-fitnessmótinu í Las Vegas. Margrét er í algjörum sérklassa þegar það kemur að heilsurækt hér á landi en hún er eini íslenski atvinnumaðurinn hjá IFBB og með sigrinum vann hún sér inn þátttökurétt á Olympia-mótinu en það er toppurinn þegar kemur að fitness.

SIGRAÐI: Margrét Gnarr sigraði Legends Classic, enda aldrei verið í betra formi.

SIGRAÐI: Margrét Gnarr sigraði Legends Classic, enda aldrei verið í betra formi.

Atvinnumaður „Ég er að fara að keppa á atvinnumóti sem heitir Legends Classic. Það eru mót í Bandaríkjunum um næstum hverja helgi. Þetta er ekki jafnstórt og Arnold Classic sem ég keppi á í mars en það er fullt af keppendum hérna og til mikils að vinna.“

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer til Las Vegas, þetta er alveg frábær borg og allt mjög fallegt hérna. Ég er ekki búin að kíkja á spilakassana núna en ég geri það eftir keppnina. Ég er á svona spilavítishóteli og það er alveg hellingur af spilakössum hérna og alls kyns fjárhættuspilum,“ segir Margrét.

KROPPUR: Margrét er í frábæru formi, enda leggur hún mikið á sig.

KROPPUR: Margrét er í frábæru formi, enda leggur hún mikið á sig.

Borðar á tveggja tíma fresti

Til að keppa í fitness þarf mikinn aga og þá snýst ekki allt um æfingarnar, það þarf einnig að borða rétt.

NAMMI NAMM: Eftir keppnina var boðið til veislu baksviðs og þá mátti sko fá sér að borða.

NAMMI NAMM: Eftir keppnina var boðið til veislu baksviðs og þá mátti sko fá sér að borða.

„Fimm dögum fyrir mót þá borða ég bara kjúkling og grænt grænmeti. Einnig er ég að innbyrða einhverjar smá olíur en ekkert kolvetni. Tveimur til þremur dögum fyrir mót þá byrja ég að hlaða kolvetni og sleppi öllu salti því það bindur vatn. Þá er þetta bara saltlausir kjúklingar og hrísgrjón. Ég þarf að borða á tveggja tíma fresti og er einmitt að borða núna,“ segir Margrét og hlær en hún hefur aldrei verið í betra formi.

„Ég er algjörlega búin að toppa formið mitt núna og líður frábærlega en maður veit aldrei hvað getur gerst. Það er mikið um klíkuskap í þessu sporti og það á það til að stoppa mann aðeins. Það eina sem maður getur gert er að mæta bara í sínu besta formi og vonandi getur maður sigrað klíkuna. Það er það sem ég ætla að reyna að gera. Ég er ekkert inni í þessari klíku sem er þarna úti,“ segir Margrét og það tókst henni svo sannarlega því hún sigraði í sínum flokki og vinnur sér þar með þátttökurétt á Olympia-mótinu en það er einhvers konar endastöð fyrir keppendur í hennar íþrótt. Hærra kemst maður ekki.

Ætlar að njóta

Margrét er í fyrsta skipti í Las Vegas og þegar mótið klárast ætlar hún að skoða sig um.

MONEY MONEY: Margrét ákvað að skella sér í spilakassa eftir sigurinn, enda ekki á hverjum degi sem maður kemst í spilavíti í Vegas.

MONEY MONEY: Margrét ákvað að skella sér í spilakassa eftir sigurinn, enda ekki á hverjum degi sem maður kemst í spilavíti í Vegas.

„Ég legg af stað heim tveimur dögum eftir keppnina. Ég ætla að vera hérna aðeins lengur og skoða mig um. Ég ætla að skoða Grand Canyon og Hoover Damn til dæmis. Ég hef aldrei komið hingað áður og því um að gera að nýta tækifærið þegar það gefst. Ég á það til að fara bara beint heim eftir mót en þegar maður er í Vegas í fyrsta skipti verður maður að skoða sig aðeins um.“

TÚRISTI: Margrét ákvað að skoða hvað Vegas hefði upp á að bjóða og kíkti meðal annars á Hoover Damn.

TÚRISTI: Margrét ákvað að skoða hvað Vegas hefði upp á að bjóða og kíkti meðal annars á Hoover Damn.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts