Jón Víkingsson (63) ekki af baki dottinn:

Það verður upprisuhátíð á Stóra fiskideginum á Dalvík þegar Johnny King rís upp, ein þekktasta kúrekastjarna þjóðarinnar hér áður fyrr sem legið hefur í dvala í tíu ár.

Kántrý „Ég sé að trúðarnir eru allir að snúa aftur og hvers vegna ekki ég,“ segir Jón Víkingsson, tónlistarmaður á Eyrarbakka, sem sneri aftur sem Johnny King í afmælisveislu hjá ríkri konu á Flúðum fyrir skemmstu. „Og svo er ég bókaður á Fiskidaginn á Dalvík þar sem ég verð á Kondóbar á meðan á hátíðinni stendur.“

Jón Víkingsson hefur orðið sér úti um nýjan kúrekabúning því þeim gamla var stolið í Breiðholtinu fyrir nokkrum árum:

„Ég bjó með konu í Mjóddinni þar sem búningurinn minn hékk uppi á vegg sem skraut. Svo var einhver gleðskapur, ég fór út og þegar ég kom heim aftur var búningurinn horfinn af veggnum, hatturinn, klúturinn, stígvélin, byssan, byssubeltið og meira að segja sporarnir á stígvélunum,“ segir Jón Víkingsson sem nú heitir aftur Johnny King.

Johnny King kemur einn fram og spilar og syngur á meðan gestir hlusta. Hann selur sig ekki dýrt því hann vill frekar fá djobbið en missa það – 40 þúsund kvöldið.

Endurreisn Johnny King helgast af því að Jón Víkingsson hefur unnið bug á þunglyndi sem hefur þjakað hann síðustu tíu árin. Hann vann þann sigur með sínum hætti og segir: „Ég gerði þetta eins og herforinginn sem sagði að ef þú gætir ekki sigrað óvininn væri betra að ganga til liðs við hann. Ég lifi nú með þunglyndinu, veit hvenær það kemur og tek því.“

Þunglyndið er ekki eini óvinurinn sem Johnny King hefur lagt að velli. Hann sigraði einnig tóbaksfíknina fyrir 17 árum: „Ég gerði það með viljastyrknum, hætti með hvelli og notaði ekkert nema grænan Ópal í hálfan mánuð til að vinna á pirringnum. Svo var það búið,“ segir Johnny King.

ÿØÿà

FLOTTUR: Heima á Eyrarbakka.

Nýtt Séð og Heyrt á leiðinni!

Related Posts