Forsætisráðherra sló heldur betur í gegn hjá eldri borgurum í Breiðholti sem féllu flatir fyrir erindi sem hann flutti á menningarvöku þeirra í Seljakirkju.

Þótti eldri borgurunum í Breiðholti sem Sigmundur Davíð væri bæði orðheppinn og snjall.

„Afskaplega vel heppnað kvöld,“ sögðu eldri hjón sem aldrei hafa kosið Framsóknarflokkinn en eru að hugsa um að gera það næst.

Það var sóknarpresturinn í Seljakirkju, séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, sem fékk forsætisráðherra á staðinn og þarna skemmti einnig stórsöngvarinn Páll Rósinkranz.

sigmundur 22

ÞRUSU ÞRÍEYKI: Presturinn, ráðherrann og söngvarinn.

Related Posts