Sigríður Klingenberg (56) alsæl:

Dægurstjarnan Sigríður Klingenberg er orðin amma og ræður sér vart fyrir kæti. Hún vonast til að eignast minnst tíu barnabörn í viðbót.

sigga kling 11

SAMAN: Sigga Kling með Sigrúnu dóttur sinni.

Baby Kling   „Þetta er ótrúlegasta upplifun í heimi, svo dásamlegt,“ segir Sigga Kling um ömmuhlutverkið sem er hennar nýjasta af mörgum.

Foreldar barnabarns Siggu eru Sigrún dóttir hennar, sem starfar sem syrtifræðingur, og Viktor Eyjólfsson kerfisfræðingur.

„Það verður að vera einhver kerfisfræðingur í þessari fjölskyldu og veitir ekki af,“ segir Sigga skellihlæjandi en hún hefur þegar látið sauma búning á litlu dótturdótturina sem er alveg í stíl við klæðnað hennar sjálfrar sem þegar er landsfrægur.

Ekki er búið að gefa barninu nafn svo það heitir bara Baby Kling þangað til anað verður ákveðið.

„Ég á þrjú börn og vonast minst eftir tíu barnabörnum í viðbót,“ segir Sigga Kling og er rokin í heimsókn til Baby Kling sem bíður etir ömmu.

klingen 3

STOLT: Sigrún og Viktor með Baby Kling.

Séð og Heyrt frá morgni til kvölds!

Related Posts