SH1401155757-08

GÁFAÐUR: Björn er fluggáfaður fyrrum Gettu betur-meistari 

Björn Bragi Arnarsson hefur margt til brunns að bera. Fyrir utan að vera fluggáfaður fyrrum Gettu betur-meistari er hann einn af meðlimum uppistandshópsins Mið-Íslands. Hann var spyrill í Gettu betur í vetur og stóð þá vakt af stakri prýði.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Ég að samþykkja að svara þessum spurningum. Ég man bara nokkra daga aftur í tímann.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Bjór.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Ekki nógu eftirminnilegur. En síðasti koss var frábær.

HVÆR VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Svín í máli og myndum.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Fyrsti bíllinn minn, Toyota Corolla ’97, sem Jóhann Alfreð, félagi minn úr Mið-Íslandi, ekur á um götur bæjarins um þessar mundir.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Kraftgalla.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að svara þessum spurningum. Þvílík gleði!

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Ég hef, án gríns, enga hugmynd um hvað foreldrar mínir segja um mig við annað fólk. En ég vona að það sé eitthvað fallegt.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Pabbi minn.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Ég man ekki eftir neinni í augnablikinu. Hef samt alveg tárast.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ, HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Seinfeld. Þau eru svo skemmtileg.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Bjössi, Bjölli og Svínið.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Ég er svo heppinn að hafa húmor fyrir sjálfum mér þannig að ég verð voða sjaldan neyðarlegur.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?
Þegar hundurinn minn byrjar að sleikja mig í framan.

BÍÓ EÐA NIÐURHAL?
Bíó. Annars Netflix heima.

ICELANDAIR EÐA WOW?
Icelandair.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?
Á.

KÓK EÐA PEPSI?
Kók.

HVAÐ PANTAR ÞÚ Á PIZZUNA?
Ég hef ekki enn fundið hina fullkomnu pizzu en ég er stöðugt að leita að henni.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA?
Palestína.

LOPI EÐA FLÍS?
Lopi og mikið af honum.

ÓLAFUR EÐA DORRIT?
Dorrlafur.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?
Net. Ég les nánast aldrei dagblöð.

Related Posts