Shinola (38) bakar vöfflur fyrir framsóknarmenn:

 

Vöfflukaffi Framsóknarflokksins á föstudögum í höfuðstöðvum hans á Hverfisgötu er einkum sótt af miðaldra körlum, það er þeim sem eru orðnir eða eru að verða sextugir eða eldri. Nokkrir þeirra bjuggu áður í sveit og eru í raun bústólpar í borginni að eigin mati.

 

Framsókn og fjör Það var Kristinn, auknefndur Dalamaðurinn, sem kom vöfflukaffinu á koppinn fyrir rúmum þremur árum síðan. Síðustu tvö árin hefur hið dökka man Shinola hins vegar séð um baksturinn með mikilli prýði. Hún er sambýliskona Jóns Inga Gíslasonar.

Kraftaverkamaður Jón Ingi fer ekki fram hjá neinum sem mætir í vöfflukaffið. Situr við enda háborðsins þegar gestir koma inn. Hann hefur fengið auknefnið „kraftaverkamaðurinn“ í Framsókn og sumir telja hann verðugan arftaka þeirra Kidda Finn (Kristins Finnbogasonar) og Don Fredo (Alfreðs Þorsteinssonar) í flokknum.

 

Sigrún vildi mynd

Á meðal þeirra, að borða vöfflurnar, má finna Sturlu Jónsson vörubílstjóra, tvo eða þrjá flóttamenn úr Frjálslynda flokknum og Sigrúnu Magnúsdóttir, þingmann flokksins, sem krefst þess að fá mynd af sér í Séð og Heyrt. Raunar límdi Sigrún sig við Björn Blöndal, hinn knáa ljósmyndara tímaritsins, í kaffinu. Og lét þess getið við hann, svona í framhjáhlaupi, að ritstjóri tímaritsins væri mesti og besti framsóknarmaður landsins.

Tveir aðrir þingmenn flokksins eru mættir til að fá sér síðdegisvöffluna. Þeir Frosti Sigurjónsson sem heldur sig til hlés í bakherbergjum staðarins og Karl Garðarsson sem sest við háborðið.

FLOTTUR: Gísli Baldur Jónsson tók húfuna ekki ofan fyrr en leið á.

FLOTTUR: Gísli Baldur Jónsson tók húfuna ekki ofan fyrr en leið á.

Sigrún vildi mynd

Á meðal þeirra, að borða vöfflurnar, má finna Sturlu Jónsson vörubílstjóra, tvo eða þrjá flóttamenn úr Frjálslynda flokknum og Sigrúnu Magnúsdóttir, þingmann flokksins, sem krefst þess að fá mynd af sér í Séð og Heyrt. Raunar límdi Sigrún sig við Björn Blöndal, hinn knáa ljósmyndara tímaritsins, í kaffinu. Og lét þess getið við hann, svona í framhjáhlaupi, að ritstjóri tímaritsins væri mesti og besti framsóknarmaður landsins.

Tveir aðrir þingmenn flokksins eru mættir til að fá sér síðdegisvöffluna. Þeir Frosti Sigurjónsson sem heldur sig til hlés í bakherbergjum staðarins og Karl Garðarsson sem sest við háborðið.

ÞRÍR GÓÐIR: Jón Ingi Gíslason situr við enda háborðsins og honum til hægri handar er Skarphéðinn Guðmundsson og hinn er Hafsteinn Ágústsson.

„Blandinavískur“

Einn spyr Karl hvernig á því stóð að Framsókn bauð Höskuld fram sem oddvita hins norræna samstarfs í vikunni þegar fyrir lá að Höskuldur talar hvorki orð í dönsku né getur bjargað sér á „blandinavísku“.
Karl fullvissaði karlana um að þetta væri ekkert mál. Höskuldur muni bara tala íslensku í skyldustörfum sínum og það sé í fínu lagi. Einn við borðið muldraði að sennilega færi best á því að enginn viðmælenda Höskuldar skildi hvað hann væri að segja.
Bakað í tvö ár

Vöfflurnar eru, sem fyrr segir, búnar til af Shinola sem kemur frá Dóminíska lýðveldinu. Hún hefur séð um baksturinn undanfarin tvö ár. Það hefur gengið vel því síðastliðinn föstudag voru yfir þrjátíu manns mættir í vöfflurnar, fyrir utan þá framangreindu.
Shinola segir að þetta séu klassískar íslenskar vöfflur sem hún baki, nema í stað vanillu noti hún rommdropa. Og það er hægt að fá rabarbarasultu á þær að ekta framsóknarsið.

Related Posts