Þær eru kannski ekki raunverulegar en þú áttir hvort eð er aldrei séns í þær. Þær þurfa ekki allar að vera grænar og með snákatungu, þótt það hjálpi, því hér er farið yfir karaktera sem koma frá öðrum plánetum.

 

Neytiri prinsessa (Avatar) Er þessi risastóra og bláa geimvera með hala að kveikja í þér? Ekkert mál, okkur líka. Leikkonan Zoe Saldana leikur þessa stríðsgellu sem veit hvað það er í raun og veru sem er mikilvægt í lífinu. Áhugaverðasti eiginleiki Neytiri er hvernig hún nær að tengjast öðrum, hvort um sé að ræða plöntur eða dýr, og hún er í fullkomnu jafnvægi við náttúruna. Ekki skemmir fyrir að hún er prinsessa, þrátt fyrir að kastalinn hennar sé bara risastórt tré.

Neytiri prinsessa (Avatar)
Er þessi risastóra og bláa geimvera með hala að kveikja í þér? Ekkert mál, okkur líka. Leikkonan Zoe Saldana leikur þessa stríðsgellu sem veit hvað það er í raun og veru sem er mikilvægt í lífinu. Áhugaverðasti eiginleiki Neytiri er hvernig hún nær að tengjast öðrum, hvort um sé að ræða plöntur eða dýr, og hún er í fullkomnu jafnvægi við náttúruna. Ekki skemmir fyrir að hún er prinsessa, þrátt fyrir að kastalinn hennar sé bara risastórt tré.

 

Alice (Transformers: Revenge of the Fallen) Þessi háskólaskvísa er ekki öll þar sem hún er séð. Hún er í raun vélmenni mætt til að drepa aðalhetju myndarinnar. Alice er í raun hönnuð þannig að þú getir ekki horft á hana og öskrað „slæm stelpa“, sem svo margir heillast af. Hún er skilgreiningin á því að útlitið blekki því þessi gullfallega, að utan, snót er í raun viðbjóðslegt vélmenni með þann eina tilgang að drepa þig á kvalarfullan hátt.

Alice (Transformers: Revenge of the Fallen)
Þessi háskólaskvísa er ekki öll þar sem hún er séð. Hún er í raun vélmenni mætt til að drepa aðalhetju myndarinnar. Alice er í raun hönnuð þannig að þú getir ekki horft á hana og öskrað „slæm stelpa“, sem svo margir heillast af. Hún er skilgreiningin á því að útlitið blekki því þessi gullfallega, að utan, snót er í raun viðbjóðslegt vélmenni með þann eina tilgang að drepa þig á kvalarfullan hátt.

 

Kara Zor-El, A.K.A. Supergirl (Supergirl) Frænka ofurmannsins er ósigrandi fljúgandi geimvera með ofurkrafta – og já, hún er mjög kynþokkafull. Þessi ljóshærða ofurskutla getur flogið og brotið hvað sem er með ofurkrafti sínum en er komin til jarðar í þeim tilgangi að ná aftur töfrahlut. Helen Slater leikur ofurhetjuna og það er óhætt að segja að búningurinn fari henni vel. Hún getur yfirbugað hvern sem er með þokkafullu útliti sínu og ef það virkar ekki þá beitir hún öðrum brögðum. Og já S-ið á búningnum stendur fyrir seee ... sjálfstæð, varst þú að hugsa eitthvað annað?

Kara Zor-El, A.K.A. Supergirl (Supergirl)
Frænka ofurmannsins er ósigrandi fljúgandi geimvera með ofurkrafta – og já, hún er mjög kynþokkafull. Þessi ljóshærða ofurskutla getur flogið og brotið hvað sem er með ofurkrafti sínum en er komin til jarðar í þeim tilgangi að ná aftur töfrahlut. Helen Slater leikur ofurhetjuna og það er óhætt að segja að búningurinn fari henni vel. Hún getur yfirbugað hvern sem er með þokkafullu útliti sínu og ef það virkar ekki þá beitir hún öðrum brögðum. Og já S-ið á búningnum stendur fyrir seee … sjálfstæð, varst þú að hugsa eitthvað annað?

 

Leeloo (The Fifth Element) Þetta fullkomna eintak, sem leikið er af Millu Jovovich, var búið til úr DNA frá geimverum til að vera hin fullkomna manneskja og bjargvættur mannkyns. Þrátt fyrir að vera hrein og saklaus er hún jafnfær um að verja sjálfa sig með ótrúlegum hraða og ofurstyrk. Hún stendur hjarta okkar einstaklega nær fyrir að rokka kynþokkafullan spítalabúningi eins og enginn sé morgundagurinn og appelsínugula hárið kveikir í flestum.

Leeloo (The Fifth Element)
Þetta fullkomna eintak, sem leikið er af Millu Jovovich, var búið til úr DNA frá geimverum til að vera hin fullkomna manneskja og bjargvættur mannkyns. Þrátt fyrir að vera hrein og saklaus er hún jafnfær um að verja sjálfa sig með ótrúlegum hraða og ofurstyrk. Hún stendur hjarta okkar einstaklega nær fyrir að rokka kynþokkafullan spítalabúningi eins og enginn sé morgundagurinn og appelsínugula hárið kveikir í flestum.

 

Sil (Species) Ljóshærð geimveruskvísa sem elskar að makast. Þetta verður varla betra er það? Sil er með óstöðvandi kynhvöt og líkama sem fáir karlmenn geta sagt nei við. Það er þó alltaf maðkur í mysunni og það síðasta sem bólfélagar hennar þurfa að hafa áhyggjur af er að hún vill stanslaust verða ólétt. Eftir mök drepur hún bólfélaga sinn á skelfilegan hátt og breytist í hræðilegt skrímsli en ég meina – hey, þú færð ekki allt í lífinu.

Sil (Species)
Ljóshærð geimveruskvísa sem elskar að makast. Þetta verður varla betra er það? Sil er með óstöðvandi kynhvöt og líkama sem fáir karlmenn geta sagt nei við. Það er þó alltaf maðkur í mysunni og það síðasta sem bólfélagar hennar þurfa að hafa áhyggjur af er að hún vill stanslaust verða ólétt. Eftir mök drepur hún bólfélaga sinn á skelfilegan hátt og breytist í hræðilegt skrímsli en ég meina – hey, þú færð ekki allt í lífinu.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts