Sölugúrúinn Gunnar Andri (47) þarf ekki að auglýsa sig:

 

Gunnar Andri kom eins og ferskur andblær inn í íslenska sölumennsku. Hann býr yfir einstakri sölufærni og persónutöfrum og er því skiljanlega nóg að gera í söluskóla Gunnars Andra.

 

Gunnar Andri Gunnar AndriSætur sölumaður „Ég er það lánsamur að það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ segir sölumaðurinn Gunnar Andri en hann hefur rekið söluskóla Gunnars Andra í fjölda ára með góðum árangri.

„Mörg stærstu fyrirtæki landsins bóka mig með reglulegu millibili og hafa mörg þeirra gert það í áraraðir.“

Gunnar segist ekki mikið auglýsa sig sjálfur og fari því lítið fyrir honum á auglýsendasíðum blaðanna. „Yfirleitt eru það fyrirtækin sjálf sem sækjast í mig. Það hefur verið það mikið að gera að ég hef ekki fundið fyrir þörfinni að auglýsa mig jafnmikið og ég gerði áður.“

Grundvallarlögmálin í sölumennsku eru að sögn Gunnars ávallt þau sömu, hvað sem árunum líður. „Grundvallarlögmálin eru alveg eins, það eina sem hefur breyst er tíminn sem ég hef staðið í þessu. Núna er meira sótt til mín frekar en ég sé að sækja fram.“

Það er í mörg horn að líta hjá Gunnari Andra og hefur hann meira en nóg að gera.

„Fyrir utan að vera alltaf með Söluskólann þá er ég með síðuna leikhus.is. Við vorum að breyta um útlit á henni og þarna er komin glæsileg síða sem inniheldur allt sem vita þarf um leikhús landsins. Leikhúsin borga ekki krónu fyrir þetta og því er þarna hægt að nálgast hlutlausar umfjallanir sem eru traustsins verðar.“

Gunnar hefur ávallt eina aðalreglu þegar hann kennir sölumennsku.

„Ég segi öllum þeim sem koma á námskeið til mín að vera ávallt heiðarlegir. Þú átt alltaf að selja vörur eins og það sé falin myndavél að taka upp allt sem þú segir.“

Sagan segir að Gunnar sé heitasti piparsveinn landsins um þessar mundir. Sjálfur gerir hann lítið úr þessum sögusögnum. „Er ekki alltaf best að segja bara „no komment“,“ segir hann og hlær.

 

Related Posts