Eyþór Ingi Gunnlaugsson (26) berst við aukakílóin:

Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hafði í nógu að snúast um þessi jól. Eyþór hélt fjöldan allan af tónleikum ásamt því að koma fram í sérstakri sýningu af Jesus Christ Superstar. Það er á engann hallað þegar sagt er að Eyþór Ingi sé einn allra besti söngvari okkar Íslendinga en hann ætlar sér að segja aukakílóunum stríð á hendur á nýju ári.

JESÚS: Eyþór Ingi í fullri sveiflu sem Jesús.

JESÚS: Eyþór Ingi í fullri sveiflu sem Jesús.

Næs jól „Þetta gekk bara mjög vel. Það var langt síðan við gerðum þetta síðast en engu að síður situr þetta ótrúlega vel í mönnum og var alveg virkilega gaman,“ segir Eyþór Ingi spurður út í Jesus Christ Superstar en það hefur verið nóg að gera hjá Eyþóri.

„Jólin voru voðalega næs, ég var samt spilandi og syngjandi nánast upp á hvern einasta dag þangað til á Þorláksmessu og svo komu smá rólegheit þangað til á síðustu æfingu fyrir Superstar.“

„Þetta voru í raun alveg óvenju annasöm jól, ég bætti við tónleikum þar sem ég kom fram einn og það var í fyrsta skipti sem ég geri það. Ég var út um allt land að spila, þetta voru sex tónleikar og það var rosalega gaman,“ segir Eyþór en bætir við að hann sé ekki flugeldaóður eins og svo margir.

„Nei ég er enginn sprengjukall, tek þetta að mestu leiti út um gluggann. Það gerðist tvö ár í röð hjá mér að einhver terta sprakk á hlið og ég held að það hafi kórónað þetta hjá mér. Eftir það hef ég ákveðið að vera ekkert að sprengja.“

Ætlar sér í form

Eyþór Ingi bætti töluvert á sig á þessu ári en þegar Jesus Christ Superstar stóð yfir sem hæst á páskunum var hann í baráttu við aukakílóin undir handleiðslu Óskars Einarssonar, tónlistarstjóra Fíladelfíu.

„Ég er búinn að bæta full mikið á mig en náði þó að grennast eitthvað fyrir þessi jól. Ég grenntist þó meira fyrir sýninguna um páskanna. Þá var ég búinn að vera að djöflast með Óskari Superman, hann var búinn að vera að berja mig áfram. Ég segi nú ekki að ég hafi verið jafn massaður og hann er,“ segir Eyþór og hlær.

„Það er kannski synd að maður sé að glutra þessu niður. Það er búið að vera mikið að gera undanfarið og það er ástæða þyngdaraukningarinnar og svo er það bara almenn leti. Ætli maður komi sér ekki bara í alvöru form á nýju ári, það er þekkt á meðal okkar Íslendinga,“ segir Eyþór.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts