SH-1509-81-39549

FLOTTASTA PARIÐ: Fjölnir og Þóra Steina kunna þetta og mættu klæðskerasniðin á árshátíð 365.

Fjölnir (43) og Þóra Steina (24) báru af:

Klassi Íslandsmeistarinn í Íslandsmeistaratitlum og hestakappinn Fjölnir Þorgeirsson mætti ásamt nýju kærustunni sinni, Þóru Steinu Jónsdóttur, á árshátíðina. Bæði eru þau annálaðar smekkmanneskjur og óhætt er að segja að þau hafi tekið klassann alla leið fyrir kvöldið en þau létu bæði dressa sig sérstaklega upp fyrir tilefnið.

„Ég fór til Vignis í Kúltúr og lét hann dressa kallinn upp fyrir þetta tilefni og Þóra Steina fékk Jónu Maríu Norðdahl til að hanna og sérsauma kjólinn á sig,“ segir Fjölnir sem skemmti sér hið besta með sjónvarpsstjörnunum. Sjálfur mætti hann í krafti þess að hann sér um viðtöl og innslög um Meistaradeildina í hestaíþróttum, ásamt Thelmu Tómasson, á Stöð 2 Sport.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku – og daglega á netinu!

 

Related Posts