Skúli „mennski“ Þórðarson (34) er frægasti pylsusali landsins:

Tónlistarmaðurinn Skúli mennski hefur staðið vaktina á Bæjarins beztu í Tryggvagötu í níu ár. Hann gerir ekki upp á milli fræga fólksins og róna og afgreiðir alla með bros á vör.

Skúli Mennski

DINNER-TÓNLIST: Gestir á Bæjarins beztu kunnu vel að meta það þegar Skúli tók fram gítarinn og spilaði dinner-tónlist að hætti hússins.

Ein með öllu Skúli komst í heimspressuna þegar Kardashian-systurnar komu við á Bæjarins beztu og fengu sér pylsu. „Það er fínt að vera pylsuafgreiðslumaður hvort sem því fylgir frægð og frami eða ekki,“ segir Skúli. „Fyrir utan þá fjölmörgu íslensku leikara, tónlistar- og fjölmiðlamenn sem koma fáum við reglulega fræga erlenda gesti. Ég byrjaði að vinna á Bæjarins beztu með skóla fyrir níu árum og þetta hefur verið aukavinnan mín síðan. Ég er með þrjár fastar vaktir í viku og vinn líka fjórðu hverja helgi. Þetta er mitt lifibrauð.“

Cindy Lauper og Kardashian
Meðal þeirra sem Skúli hefur afgreitt eru söngkonan Cindy Lauper og Steve Merchant, höfundur Office-þátttanna. „Það er alltaf mikil traffík á Bæjarins beztu þannig að það gefst aldrei tími til að spjalla. Það er samt auðvitað bara gaman að fá gott fólk og eiga einhvern stað í þessu hafaríi öllu saman,“ segir Skúli en hann hefur ekki lagt sig fram um að fá eiginhandaráritun eða selfie með stjörnunum. Clinton fékk sér eina með sinnepi og hráum en Kim Kardashian fékk sér hálfgerða barnapylsu. „Ég uppástend það að Kim hafi fengið sér pylsu bara með tómatsósu þó að ég hafi ekki séð hana borða pylsuna,“ segir Skúli.

Með diskinn á Bæjarins beztu
Sjálfur er Skúli þekktur tónlistarmaður og stundum er hann með diskinn sinn á boðstólum á Bæjarins beztu. „Annað slagið man ég eftir að taka hann með mér og það kemur fyrir að fólk fái sér pylsu og disk. Ég hef hins vegar ekkert pælt í því að láta fræga fólkið fá disk því maður vill bara leyfa fólki að njóta sín í friði án þess að vera að troða sér upp á það.“
Skúli er duglegur að koma fram þegar hann er ekki að selja pylsur og hann verður með tónleika á Café Rosenberg 2. maí, Gauknum 4. maí og í Mengi 7. maí.

ÿØÿà

SÖNGVASKÁLD: Skúli galdrar ekki bara fram bestu pylsurnar í bænum heldur syngur hann líka með.

Séð og Heyrt – með öllu!

Related Posts