Sólveig Þórarinsdóttir (34)  jógakennari og bókaútgefandi er hagsýn:

Yoga, Sólir, Sólveig Þórarinsdóttir

GEILSANDI: Sólveig við opnunina á jógastöðinni Sólir.

Skynsöm „Erum að safna klinki upp í skuldirnar í Sólum,“ segir Sólveig  á Facebooksíðu sinni í dag. Hún hefur sett glæsilega Land Rover bifreið sína á sölu, ágóðann ætlar hún að nýta til að greiða niður skuldir sem eru tilkomnar vegna standsetningar á einni glæsilegustu jógastöð landsins sem hún opnaði nýlega undir nafninu Sólir. Sólveig vann lengi í bankakerfinu og hefur góða reynslu af rekstri og er því forsjál að greiða niður skuldir til að tryggja reksturinn.

Bifreiðin er vönduð og vel með farin, áhugasamir geta skoðað bifreiðina á bland.is en þar er bílinn auglýstur til sölu. Samkvæmt auglýsingu er bíllinn í flottu standi og ágerð 2005 ekinn 161þús, bíll í flottu standi, með nýlega dempara, og nýlega skjálfskiptingu, leður, glertoppur, 7 manna, tuttugu tomma álfelgur, þakbogar, stigbretti, samlitur , verð 3.390.000. Hún er til í að skoða skipti.

 

rr

KAGGI: Bíllinn hennar Sólveigar leitar að nýjum eiganda.

Related Posts