Högni Óskarsson geðlæknir (71) og Ingunn Benediktsdóttir glerlistakona (72):

Eitt sögufrægasta húsið á Seltjarnarnesinu er til sölu; húsið sem Alþingi lét byggja fyrir Jóhannes Sveinsson Kjarval á sjöunda áratugnum en hann vildi aldrei flytja í. Þar hafa Högni Óskarsson geðlæknir og eiginkona hans, Ingunn Benediktsdóttir, búið í aldarfjórðung en eru á förum.

 

Flott hús ,,Þetta er dásamlegt hús og við höfum búið hér síðan 1991,” segir Ingunn en vill að öðru leyti ekki tjá sig um söluferlið nema hvað að það sé í gangi.

Sögur herma að útlendingar hafi sýnt húsinu mikinn áhuga enda stendur það á besta stað á Seltjarnarnesi sunnanverðu með útsýni yfir haf og til Bessastaða. Það nýjasta er að tveir Bandaríkjamenn, sem hingað komu í Norðurljósaferð, hafi heillast af húsinu við fyrstu sýn og staðgreitt með dollurum, um 200 milljónir króna.

,,Nei, það er ekki satt. Þetta hef ég aldrei heyrt,” segir Ingunn og hlær.

hus og konur

GLÆSILEGT: Kjarvalshúsið á Sæbraut 1 er svo vel staðsett við sjóinn að betra verður vart á kosið.

Það var Alþingi sem ákvað að byggja hús fyrir Kjarval á hans efri árum en hann hafði þá óskað eftir að fá að byggja sér vinnustofu og heimili í Laugaráshverfinu en ekki fengið. Var þá ákveðið að byggja hús fyrir hann á Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og það gert eftir teikningu Þorvaldar S. Þorvaldssonar arkitekts. Húsið reis, einir 400 fermetrar og stofan ein, sem hugsuð var sem vinnustofa fyrir Kjarval, er 110 fermetrar með fimm metra lofthæð. En Kjarval afþakkaði húsið og talið er víst að hann hafi aldrei inn í það komið en kaus frekar að búa á Hótel Borg frá árinu 1966 og þar til hann lést í apríl 1972.

kjarvalshús

MEISTARINN: Jóhannes Sveinsson Kjarval, stærsta stjarna íslenskrar málaralistar frá upphafi, prýðir tvöþúsundkallinn sem því miður er orðinn frekar sjaldséður.

Einbýlishúsið á Sæbraut 1 var í eigu ríkisins þar til það fór á frjálsan markað um 1990 í makaskiptum á eignum hins opinbera og Sláturfélags Suðurlands 1990. Og í framhaldi af því keyptu Högni og Ingunn húsið og hafa búið þar síðan.

Related Posts