SLÁ Í GEGN MEÐ SLÆÐUM

Ingibjörg Gréta Gísladóttir (47) slær í gegn:

 

Saga Kakala er nýtt íslenskt merki þar sem hönnuðurinn Helga Björnsson er í aðalhlutverki. Helga er, eins flestum er kunnugt, dóttir Hendriks Sv. Björnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkiráðuneytinu, sem var sonur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins.

 

Frumlegt og flott Saga Kakala er ungt íslenskt merki þar sem Helga Björnsson er aðalhönnuður. Fyrstu skrefin hjá merkinu eru að hanna listrænar silkislæður og kasmírtrefla,“ segir Ingibjörg Gréta, eigandi Saga Kakala, sem hélt teiti á dögunum þar sem fagnað var komu Saga Kakala til landsins. Ingibjörg og Helga frumsýndu Saga Kakala-merkið á HönnunarMars og slógu þar rækilega í gegn.

Fagmaður fram í fingurgóma

Ingibjörg og Helga þekktust ekkert áður en þær byrjuðu með merkið. „Þetta byrjaði þannig að Helga kom til mín og var að leita sér að samstarfsaðila og ég var ekki lengi að segja já við því, enda er Helga fagmaður fram í fingurgóma og okkar helsti alþjóðlegi hönnuður.“

Eftir að þær ákváðu að hefja samstarf fóru tvö ár í það að þróa hugmyndina betur og að lokum varð Saga Kakala niðurstaðan og ákveðið var að byrja með listrænar gæðasilkislæður og kasmírtrefla, þar sem markmiðið er að vörurnar séu einstakar, listrænar og klassískar. „Viðbrögðin hafa verið rosalega góð og gaman að sjá hvað búðirnar voru tilbúnar í það að selja vörurnar. Við unnum markvisst að því að koma vörunum í gæðabúðir sem voru samt með mismunandi markhópa. Síðan erum við að þróa það áfram hvað hentar slæðunum best.“

Halda út fyrir landsteinana

Saga Kakala hefur nú þegar vakið athygli erlendis og stefna þær stöllur ótrauðar út fyrir landsteinana. „Við erum komnar í samband við Asíu sem er rosalega spennandi. Helga vekur fljótt athygli, enda er hönnun hennar alltaf dásamlega falleg.“

Þegar kom að því að leita eftir nafni sem hentaði hönnun Helgu fór Ingibjörg Gréta í Íslendingasögurnar. „Mér fannst það henta hugmynd okkar vel að fara aftur í ræturnar. Enda er ætlun okkar að segja fallegar sögur með slæðunum,“ segir Ingibjörg og brosir.

Related Posts