Allir aðdáendur Angelinu Jolie eru sammála því að kvikmyndatökuvélin elski hana og nái fegurð hennar með stæl en því er Jolie sjálf ekki sammála og segist aldrei hafa liðið þægilega fyrir framan hana. Segist hún núna vera alveg búin með leiklistina og sé staðráðin í því að snúa sér að öðrum geira.

„Mér hefur aldrei liðið sérlega vel sem leikkonu, mér fannst oft óþægilegt að vera fyrir framan kameruna. Ég bjóst aldrei við því að ég gæti leikstýrt kvikmynd en ég vona að það gangi upp í framtíðinni, vegna þess að mér líður miklu, miklu betur í því starfi,“ segir Jolie sem nýlega gekk frá kvikmyndinni Unbroken, sem segir frá ótrúlegri, sannri sögu ólympíukappans Louis Zamperini. Jolie vann annars vegar Óskarsverðlaun árið 2000 fyrir hlutverk sitt í myndinni Girl, Interrupted.

Related Posts