S.O.S. – Spurt og svarað:

 

Sif Pálsdóttir er fyrirliði kvennalandsliðsins í fimleikum. Sif er ein sigursælasta og reyndasta fimleikakona landsins og hefur stundað fimleika af kappi í tvo áratugi. Sif og liðsfélagar hennar tóku þátt í EM í hópfimleikum á dögunum og stóðu sig þar með prýði og höfnuðu í fyrsta sæti.

 

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Bjór.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Hann var áskorun frá bekkjarfélögum, framkvæmdur í frímínútum í skólanum. Skemmtilegur og með strák sem var rosalega sætur.

HVERNIG ER ÁSTIN?
Hún er yndisleg og gerir allt betra.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Wiesmann GT MF5.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Boxer og hlýrabol.

BUBBI EÐA SIGUR RÓS?
Sigur Rós.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Besta ákvörðun á þessu ári er að hafa ákveðið að taka þátt í landsliðsverkefninu og vera hluti af þessu frábæra liði sem keppti á Evrópumótinu, hefði ekki viljað sleppa því.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Kannski engin ein ákveðin saga en þau hafa sagt mér frá því að þegar ég byrjaði að ganga vildi ég helst alltaf ganga á tánum.

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Lág í loftinu.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Ég held að ég segi bara pabbi minn.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Classic Notebook held ég bara.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Ég held að ég myndi velja Friends-þættina.

HVERJU ERTU STOLTUST AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Gæti trúað því að það hafi verið að hætta að naga neglurnar þegar ég var yngri.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Sibba Páls.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Vera með herbergisfélaga mínum inni í herbergi þegar hún fékk vin sinn í heimsókn og hélt að ég væri klárlega sofandi.

BIKINÍ EÐA SUNDBOLUR?
Bikiní.

SILÍKON EÐA ALVÖRU?
Alvöru, ekkert „feik“.

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Í Betra baki, besta rúm sem ég hef átt og sef alltaf rosalega vel í því.

Related Posts