Áslaug Ósk Reynisdóttir (32) var ein af Séð og Heyrt-stúlkunum:

Séð og Heyrt-stúlkan prýddi öftustu síðu blaðsins um árabil og þær eru margar sem setið hafa fyrir. Hjá sumum var þetta upphafið að glæstum fyrirsætuferli en hjá öðrum einungis örstutt gaman. Áslaug Ósk Reynisdóttir var ein af Séð og Heyrt-stúlkunum og okkur lék forvitni á að vita hvað Séð og Heyrt-stúlka væri að gera nú fjórtán árum seinna.

14 ár

MAMMA: Áslaug Ósk er tveggja barna móðir og hér er hún ásamt öðrum syni sínum, Guðmundi Reyni.

Skrýtin upplifun  „Já, ég man mjög vel eftir þessu. Ég sótti nú ekkert um að vera Séð og Heyrt-stúlka, heldur var það bara ljósmyndarinn sem bað mig um það á sínum tíma. Ég lét fyrirsætustörfin alveg í friði eftir þetta og hef ekkert setið fyrir. Þetta var bara skemmtilegt flipp á þeim tíma. Þetta var samt mjög skrítin upplifun og ég var alls ekki vön því að sitja svona fyrir,“ segir Áslaug.

Áslaug talaði um það fyrir 14 árum að draumurinn væri að gerast flugfreyja og hún lét svo sannarlega verða af því.

„Ég var flugfreyja hjá Primera Air árið 2014 en núna er ég bara í fæðingarorlofi. Ég er með einn sjö mánaða pjakk hjá mér, ásamt því sem ég á einn sex ára strák. Það lýsir mér mjög vel í dag. Ég er bara mamma.

Fyrirsætuferillinn hjá mér er algjörlega búinn, nú ferðast ég bara um heiminn, ásamt því að vera eins góð móðir og ég mögulega get.“

14 ár

EINU SINNI VAR: Áslaug Ósk var Séð og Heyrt-stúlka fyrir fjórtán árum.

Séð og Heyrt – líka sagnfræði!

 

Related Posts