Ástin spyr ekki um aldur, stétt né stöðu og í mörgum tilvikum finnst ástin á vinnustaðnum og vinnufélagar verða elskendur og stofna til sambands eða hjónabands og halda jafnframt áfram að vinna saman. Í sumum tilvikum spyr ástin ekki heldur um áframhaldandi samstarf eftir að hún pakkar saman og hverfur á braut. Á meðan flest okkar vilja aldrei sjá eða tala við fyrrverandi aftur og við kjósum að komast yfir sambandsslitin og byggja okkur upp án þess að hafa viðkomandi fyrir augunum á meðan á ferlinu stendur verða sum pör að taka á honum stóra sínum og halda samstarfinu áfram, jafnvel alla daga. Hér tökum við fyrir nokkur fræg pör sem slitu samvistum fyrir framan alþjóð en þurftu samt að halda andlitinu og sýningunni áfram.

ENGINN SIGURVEGARI HÉR
Frægust eru sennilega pörin tvö í sænsku hljómsveitinni ABBA, Agnetha Fältskog og Björn Ulvaeus og Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad. Benny og Björn hófu samstarf 1966, kynntust svo Agnethu og Anni-Frid og ástin kviknaði hjá pörunum tveimur og þau hófu samstarf öll saman. Árið 1974 unnu þau Eurovision og urðu heimsfræg í kjölfarið. Agnetha og Björn voru þá búin að vera gift í þrjú ár og áttu ársgamla dóttur. Þau eignuðust son til viðbótar en á jóladag 1978 flutti hún út af heimili þeirra og tók börnin með. Skilnaðurinn gekk svo í gegn 1980. Þeim mistókst að glæða hjónabandið lífi að nýju en afsprengi sambandsslitanna varð kveikjan að einu vinsælasta lagi ABBA, The Winner Takes It All. „Titillinn á ekki rétt á sér,“ sagði Björn síðar í viðtali, „það er enginn sigurvegari í skilnaði.“ Anni-Frid og Benny, sem voru saman í samtals níu ár, skildu einnig 1980 en þau höfðu gift sig 1978. Samstarf fjórmenninganna varði allt til desember 1982. Eftir það hafa Benny og Björn hins vegar átt í mjög góðu samstarfi og þekktasta dæmið er söngleikurinn Mamma Mia.
Þrjár síðustu plötur ABBA, Voulez-Vous, Super Trouper og The Visitors, komu út árin 1979-1981 og á þeim er finna mörg af þekktustu og vinsælustu lögum ABBA, sem bera greinilega vitni um þann tilfinningarússíbana sem meðlimirnir voru í þegar lög og textar voru samdir og sungnir.
ABBA kom nýlega fram og öll fjögur sungu eitt lag saman, í fyrsta sinn í 30 ár, en tilefnið var einkaveisla til heiðurs 50 ára samstarfi Benny og Björns.

13620972_10154053037334584_4992082682677425016_n

SKILNAÐUR OG HJARTASÁR: Kveikjan að sígildum lögum ABBA.

SYSTKININ SEM URÐU HJÓN
Michael C. Hall lék fjöldamorðingjann og blóðslettusérfræðinginn Dexter í alls átta seríum og Jennifer Carpenter lék systur hans. Systkinaástin á skjánum varð fljótlega til þess að leikararnir urðu hrifin, þau stungu af á nýársdag 2008 og sneru til baka sem hjón nokkrum dögum síðar á rauða dregilinn á Golden Globe. Fljótlega drapst þó í ástarbálinu og skilnaðurinn gekk í gegn árið 2011, þau héldu þó áfram að leika hvort á móti öðru en síðasti þáttur Dexter var sýndur í september 2013.

13626403_10154053037464584_2544994869482163974_n

LÉKU SYSTKINI OG URÐU HJÓN: Drap Dexter ástina líka?

SEVENTÍS HJÓNAKORNIN
Söng- og leikkonan Cher gerðist ráðskona hjá söngvaranum Sony þegar hún var 16 ára gömul og hann kynnti hana fyrir plötuútgefandanum Phil Spector. Sony og Cher urðu nánir vinir, elskendur og að lokum hjón og urðu fljótt vinsæl sem dúettinn Sony & Cher og kom lagið I Got You Babe þeim á kortið. Þau voru vinsæl í rúman áratug saman, seldu yfir 40 milljónir platna á heimsvísu og stjórnuðu tveimur af tíu vinsælustu sjónvarpsþáttum vestanhafs, The Sonny & Cher Comedy Hour og The Sonny & Cher Show. Brestir voru komnir í hjónabandið 1972 en þau létu á engu bera gagnvart aðdáendum sínum allt til 1974 en þá sóttu þau um skilnað sem gekk í gegn ári síðar. Dúettinn lognaðist svo út af rúmu ári síðar.

13645315_10154053037179584_282110518673855732_n

ÉG Á ÞIG BEIB: Sonny sá strax að hún var Sér á báti.

BRESKU GLEÐIGJAFARNIR
Breski gamanleikarinn John Cleese giftist fyrri eiginkonu sinni, hinni bandarísku Connie Boath, árið 1968, þau eignuðust dóttur 1971 og skrifuðu og léku saman í gamanþáttunum Fawlty Towers. Þau voru þó skilin áður en seinni serían var tekin upp en það mun ekki hafa komið að sök þar sem þau voru góðir vinir og samstarfsfélagar áfram þrátt fyrir hjónaskilnaðinn.

13613367_10154053037204584_1536153260598166723_o

HÓTEL TINDASTÓLL: Skilnaður kom ekki í veg fyrir að þau stýrðu hótelinu áfram í seríu tvö.

HJÓNABANDSTORTÍMANDINN
Leikstjórinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn, svo eitthvað sé nefnt, James Cameron er í dag giftur fimmtu eiginkonu sinni. Þrátt fyrir að hafa ekki getað haldið fyrirtækjunum Hjónaband ehf. áfram hefur Cameron þó átt áfram í samstarfi við sínar fyrrverandi. Önnur eiginkona hans, Gale Anne Hurd sem hann var giftur 1985-1989, var meðframleiðandi Terminator 2: Judgment Day sem kom út 1991 en Cameron var þá þegar giftur og skilinn við eiginkonu númer þrjú, Kathryn Bigelow (1989-1991), og byrjaður að deita Lindu Hamilton sem lék í myndinni (hún varð svo fjórða eiginkonan 1997). Árið 1995 framleiddi Cameron og skrifaði handrit myndarinnar Strange Days sem Bigelow leikstýrði.

13645216_10154053037324584_1627423155537543122_n

FIMM JÁ: Cameron pósar hress með sinni fyrrverandi, Kathryn Bigelow, og núverandi, Suzy Amis.

Séð og Heyrt skoðar heim fræga fólksins.

 

 

 

Related Posts