Harpa Karlsdóttir (54) í Séð og Heyrt:

Fyrir 16 árum prýddi Harpa Karlsdóttir forsíðu Séð og Heyrt. Í blaðinu var viðtal við Hörpu þar sem hún dásamaði nýafstaðna ferð til Tyrklands.

Skemmti sér konunglega „Já, ég man vel eftir þessu. Ég held að þetta hafi verið ein fyrsta pakkaferðin til Tyrklands. Við skelltum okkur í vinkonuferð sem var ákveðin á síðustu stundu,“ segir skrifstofustjórinn Harpa Karlsdóttir um viðtalið.

Harpa Karls

ÓGLEYMANLEG UPPLIFUN: Harpa skellti sér í tyrkneskt bað og lýsti hún því sem ógleymanlegri upplifun.

Harpa prýddi oft síður Séð og Heyrt á þessum tíma. „Þetta var allt svo saklaust og skemmtilegt að ég var ekkert að pirra mig yfir þessu. Þetta skapaði eitthvað umtal en ég er ekki mikið að velta mér upp úr hlutunum.“
Harpa starfar í dag sem skrifstofustjóri hjá Heilsugæslunni og er í sambúð með Gunnari Gunnarssyni ljósmyndara sem starfaði sem ljósmyndari á Séð og Heyrt um tíma.

Related Posts