Þóra Tómas (36), Gerður Kristný (45), Marta Smarta (38), Kata Odds (38)  og Tobba Marinós (30) störfuðu allar á Séð og Heyrt:

Flottar konur  Segja má að Séð og Heyrt sé ein merkasta uppeldisstöð fyrir konur í athafna- og menningarlífi þjóðarinnar. Í gær var tilkynnt að Þóra Tómasdóttir, sem er í hópi róttækustu feminista landsins væri nýr ritstjóri Fréttatímans við hlið Gunnars Smára Egilssonar. Gunnar Smári er snillingur í að lesa stefnur og strauma  í þjóðfélaginu og verður það að teljast mjög sterkur leikur hjá honum að ráða súper feministan Þóru sér við hlið þegar opnað hefur verið skotleyfi á feðraveldið. Í því sambandi má rifja upp að Gunnar Smári starfaði síðast sem formaður SÁÁ en samtökin hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að vera karlaklúbbur eins og þeir gerast verstir.

Gerður Kristný var fyrsta konan sem ráðin var á Séð og Heyrt en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir ritstörf á farsælum ferli sínum. Gerður er súper-feministi líkt og Þóra og það sama má segja um mannréttindalögfræðinginn Katrínu Oddsdóttur, eiginkonu Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra, en hún sló eftirminnilega á lyklaborðið hjá Séð og Heyrt um tíma.

Af öðrum konum sem hófu feril sinn á Séð og Heyrt og hafa komist til metorða á Íslandi má nefna Mörtu Maríu eða Mörtu Smörtu eins og hún var jafnan kölluð þegar hún vann á Séð og Heyrt. Marta María trónir sem drottning í Smartlandi á mbl.is og gefur línuna í glamornum og tískulífi landsmanna. Þá er ótalin tísku- og lífstílsprinessan Tobba Marinós sem hóf feril sinn í íslensku glamorlífi á Séð og Heyrt og hefur flogið hátt uppi á stjörnuhimninum æ síðan.

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts