Tveir þekktustu vitleysingar allra tíma, þeir Lloyd Christmas og Harry Dunne, eru væntanlegir á hvíta tjaldið aftur eftir tuttugu ára fjarveru. Grínmyndin Dumb & Dumber ‘To’ lendir í  kvikmyndahúsum núna á föstudaginn og bíða aðdáendur upprunalegu myndarinnar margir gríðarlega spenntir eftir nýjustu uppákomum í boði Jim Carrey og Jeff Daniels.

Í Dumb & Dumber To leggjast félagarnir í glænýtt en ekki síður skrautlegt ferðalag. Lloyd hefur verið á hæli síðan ’94 en þegar Harry heimsækir hann í upphafi sögunnar kemur í ljós að hann var bara að plata allan tímann, án þess að nokkur á hælinu áttaði sig á neinu. Sælir og sáttir halda því félagarnir heim í gömlu íbúðina sína og komast þá að því að Harry á dóttur sem hann vissi ekkert af. Hefst þá leitin að henni til að athuga hvort hún geti gefið honum annað nýrað úr sér.

Séðogheyrt.is ætlar nú að gera lífið örlítið skemmtilegra og bjóða heppnum lesendum upp á opna frímiða á þessa mynd, tvo á haus, og leikreglurnar eru sáraeinfaldar:

Þú svarar tveimur laufléttum spurningum og sendir okkur svörin á Facebook-síðu Séð og Heyrt í gegnum einkaskilaboð. Á hverjum degi í heila viku verða dregnir út þónokkrir vinningshafar sem geta síðan sótt miðana sína í höfuðstöðvar útgáfufélagsins Birtíngs.

Spurningarnar hljóma svo:

Hvaða ár kom fyrsta Dumb & Dumber myndin út?

Hver lék aðalkvenhlutverkið í henni?

 

Við drögum út vinningshafana upp úr kl. 15:00 fram að miðvikudeginum næsta.

Athugaðu nú hvort stikla myndarinnar komi þér ekki í gott skap:

Related Posts