Arnold (68) og Caitlyn (66):

Þegar þau kynntust fyrst voru þau tveir að bestu íþróttamönnum heims en margt hefur breyst á þessum árum.

Arnold Schwarzenegger fór úr því að verða besti vaxtarræktarkappu heims yfir það að verða kvikmyndastjarna og síðar meir ríkisstjóri Kaliforníu. Ólympígullverðlaunahafinn Bruce Jenner kom sér aftur í sviðsljósið sem raunveruleikastjarna og fór að lokum í kynleiðréttingu og heitir nú Caitlyn Jenner.

Vinirnir skelltu sér á snapchat aðgang Scwarzenegger og ræddu um lífið og tilveruna en þar tók Caitlyn meðal annars fram að þau væru búin að þekkjast í næstum 40 ár.

Þau ræddu mikið um vinskap sinn og hrósuðu hvort öðru í hástert og því er greinilegt að það ríkir mikil ást á milli þeirra.

GAMAN SAMAN: Caitlyn og Arnold skemmtu sér vel saman.

GAMAN SAMAN: Caitlyn og Arnold skemmtu sér vel saman.

 

EINU SINNI VAR: Á sínum tíma voru Bruce Jenner og Arnold Schwarzenegger tveir af bestu íþróttamönnum heims.

EINU SINNI VAR: Á sínum tíma voru Bruce Jenner og Arnold Schwarzenegger tveir af bestu íþróttamönnum heims.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

Related Posts