Leikur í nýrri sjónvarpsþáttaröð um skilnað:

Sarah Jessica Parkar er aftur á leið í sjónvarpið en hún mun leika aðalhlutverkið í nýrri þáttaröð sem ber heitið Divorce eða skilnaður. Fjalla þættirnir, sem verða í gamansömum tón, um konu sem ákveður að skilja en sá skilnaður dregst á langinn af ýmsum ástæðum.

Það er USA Today sem greinir frá þessu en HBO mun framleiða þættina og reiknað er með að sýning þeirra hefjist á næsta ári. Þættirnir verða teknir upp í New York.

Á HEIMAVELLI: Þættirnir verða teknir upp í New York þar sem Parker er öllum hnútum kunn eftir þátttökuna í Sex and the City þáttunum.

Á HEIMAVELLI: Þættirnir verða teknir upp í New York þar sem Parker er öllum hnútum kunn eftir þátttökuna í Sex and the City þáttunum.

Parker verður á heimavelli í New York en hún varð heimsþekkt fyrir hlutverk sitt sem Carrie Bradshaw í sjónvarpsþáttunum Sex and the City sem gerast í borginni. Þar trítlaði Parker um Manhattan á hælaháum skóm og dreypti á kokteilum.

Related Posts