Áfram Ísland (EM lagið) er komið út:

Samúel Jón Samúelsson hefur gefið út nýtt stuðningsmannalag fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta vegna EM í frakklandi.

Samúel fékk til liðs við sig meðlimi úr hljómsveitunum Moses Hightower, Ojbarasta, Hjálmum ofl. auk eigin sveitar til að hljóðrita lagið.

Sigurður Guðmundsson og Pétur Örn Guðmundsson (ekki bræður) syngja raddir með Samúeli en Samúel syngur lagið sjálfur.

Auk þeirra syngja meðlimir slagverkssveitarinnar Reykjavík Batucada í viðlaginu auk þess sem þau leika götu samba stemningu í lok lagsins líkt og þau gerðu á götum reykjavíkur sunnudagskvöldið örlagaríka 6. september er Ísland tryggði sér þáttökurétt í lokakeppninni.

GÓÐUR: Samúel Jón í góðu stuði á landsleik ásamt föður sínum og bróður.

GÓÐUR: Samúel Jón í góðu stuði á landsleik ásamt föður sínum og bróður.

Sigurður Guðmundsson leikur einnig á hljóðgerfla auk þess sem hann breytist í franskan  harmonikkuleikara í laginu.

Guðmundur Kristinn Jónsson sá um upptökur og hljóðblöndun í Hljóðrita í hafnarfirði.

Samúel hefur áður samið stuðningslög en hann samdi lagið Við erum að koma fyrir lokakeppni HM í Brasilíu 2014.  Það lag endaði sem aðalstef í HM stofu RÚV sama ár.

Hér fyrir neðan má heyra lagið:

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts